Avram Grant: Vonsvikinn og leiður

Avram Grant knattspyrnustjóri Chelsea.
Avram Grant knattspyrnustjóri Chelsea. Reuters

Avram Grant knattspyrnustjóri Chelsea var að vonum niðurlútur eftir ósigur sinna manna gegn Barnsley. Ísraelinn viðurkenndi að þetta væri hans versti dagur í starfi síðan hann tók við liðinu af Jose Mourinho í september.

„Við byrjuðum leikin vel en á einhvern hátt náðum við ekki að skora. Við lékum ekki vel, sérstaklega í fyrri hálfleik og ég get ekki annað en hrósað Barnsley,“ sagði Grant við Sky Sports eftir leikinn.

„Ég er afar vonsvikinn og leiður yfir þessum úrslitum því enska bikarkeppnin er mikilvæg keppni. Við áttum góða möguleika á að fara alla leið en nú þegar það verður ekki verðum við að einbeita okkur að deildinni og Meistaradeildinni. Ég get ekki annað en óskað Barnsley til hamingju. Lið þeirra hefur staðið sig frábærlega með því að vinna Liverpool og nú okkur," sagði Grant.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert