„Löngu tímabært að vinna United“

Hermann Hreiðarsson horfir á eftir Nani í leik gegn Manchester …
Hermann Hreiðarsson horfir á eftir Nani í leik gegn Manchester United fyrr í vetur. Reuters

 „Ég hef einhvern tímann náð í stig á Old Trafford í úrvalsdeildinni en staðreyndin er sú að ég hef aldrei náð að vinna Manchester United hvort sem það er á heimavelli eða útivelli svo það er löngu orðið tímabært að gera það. Ég hef verið í sigurliði á móti Chelsea, Arsenal og Liverpool en fram til þessa hefur United verið óvinnandi vígi fyrir mig,“ sagði Hermann Hreiðarsson, varnarmaðurinn sterki í liði Portsmouth, í samtali við Morgunblaðið.

Hermann og félagar ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í dag en þá etja þeir í kappi við Englandsmeistara Manchester United á Old Trafford í 8 liða úrslitum ensku bikarkeppninnar.

Ítarlegt viðtal er við Hermann í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert