Arsene Wenger: Eigum góða möguleika á titlinum

Chris Kirkland ver skot frá Cesc Fabregas undir lok leiksins …
Chris Kirkland ver skot frá Cesc Fabregas undir lok leiksins á JJB Stadium í dag. Reuters

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal var að vonum frekar ósáttur með að tapa tveimur stigum í toppbaráttunni en Arsenal varð að láta sér lynda markalaust jafntefli gegn Wigan á JJB Stadium í dag. Þetta var þriðja jafntefli Arsenal í röð sem hefur tveggja stiga forskot á Manchester United en hefur leikið einum leik meira.

„Þrátt fyrir töpuð stig í þremur leikjum í röð hef ég trú á mínum leikmönnum. Við munum halda ró okkar og ég tel að við eigum góða möguleika á að vinna titilinn. Mér fannst leikmennirnir gefa sig alla í leikinn, þeir börðust vel en slæmur völlur sá um afganginn,“ sagði Wenger eftir leikinn.

„Ég held að þetta hafi verið sanngjörn úrslit. Okkar markvörður gerði vel í tvígang og það er ekkert skrýtið að hann hafi verið valinn í landsliðshópinn. Völlurinn var ekki til að hjálpa en hann kom niður á báðum liðum. Við þurfum á hverju einasta stigi að halda í botnbaráttunni en níu lið eru í henni og því var þetta stig mikilvægt,“ sagði Steve Bruce knattspyrnustjóri Wigan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert