Eftir jafntefli Arsenal gegn Wigan á JJB Stadium í dag stefnir í harðan slag Arsenal, Manchester United og Chelsea um Englandsmeistaratitilinn. Arsenal hefur 66 stig og á 9 leiki eftir, United hefur 64 og á 10 leiki eftir og Chelsea hefur 58 stig og á 11 leiki eftir og á eftir að taka á móti bæði Arsenal og United.
Chelsea getur saumað að toppliðum tveimur á miðvikudaginn en þá fær Lundúnaliði botnlið Derby í heimsókn á Stamford Bridge og um næstu helgi sækir Chelsea nýliða Sunderland heim svo það skildi enginn afskrifa þá bláklæddu þrátt fyrir tap gegn 1.deildarliði Barnsley í bikarnum í gær.
Leikirnir sem toppliðin þrjú, Arsenal, Manchester United og Chelsea eiga eftir eru þessir, (h) er á heimavelli, (ú) er á útivelli:
Arsenal:
Middlesbrough (h)
Chelsea (ú)
Bolton (ú)
Liverpool (h)
Man Utd (ú)
Reading (h)
Derby (ú)
Everton (h)
Sunderland (ú)
Manchester United:
Derby (ú)
Bolton (h)
Liverpool (h)
Aston Villa (h)
Middlesbrough (ú)
Arsenal (h)
Blackburn (ú)
Chelsea (ú)
West Ham (h)
Wigan (ú)
Chelsea:
Derby (h)
Sunderland (ú)
Tottenham (ú)
Arsenal (h)
Middlesbrough (h)
Man City (ú)
Wigan (h)
Everton (ú)
Man Utd (h)
Newcastle (ú)
Bolton (h)