Þriðja jafnteflið í röð hjá Arsenal

Dimitar Berbatov.
Dimitar Berbatov. Reuters

Tottenham og Everton fögnuðu sigri í ensku úrvalsdeildinni í dag. Tottenham lagði West Ham 4:0 og er þetta þriðji leikurinn í röð þar sem West Ham tapar 4:0. Everton lagði Sunderland á útivelli, 1:0. Wigan og Arsenal gerðu markalaust jafntefli og er þetta þriðji jafnteflisleikurinn í röð hjá Arsenal í úrvalsdeildinni. Arsenal er með með tveggja stiga forskot á Man Utd í efsta sæti deildarinnar en Man Utd á leik til góða.
Fylgst var með gangi mála í leikjunum á mbl.is.

Wigan - Arsenal 0:0

Leiknum er lokið með markalausu jafntefli.

Byrjunarlið Wigan: Chris Kirkland - Mario Melchiot, Paul Scharner, Emmerson Boyce, Erik Edman,  Antonio Valencia, Michael Brown, Wilson Palacios, Jason Koumas,  Emile Heskey, Marlon King. Varamenn: Michael Pollitt,  Ryan Taylor, Antoine Sibierski, Kevin Kilbane, Titus Bramble.

Byrjunarlið Arsenal: Manuel Almunia - Bacary Sagna, Philippe Senderos, William Gallas, Gael Clichy, Francesc Fabregas, Mathieu Flamini, Gilberto Silva, Alexander Hleb,  Emmanuel Adebayor, Nicklas Bendtner. Varnarmenn: Jens Lehmann, Kolo Toure, Robin Van Persie, Alexandre Song Billong, Justin Hoyte

Tottenham - West Ham 4:0

West Ham hefur nú tapað þremur leikjum í röð með sömu markatölu, 4:0.  

90. mín 4:0 Darren Bent skorar með skalla af stuttu færi.   

86. mín 3:0 Gilberto skorar sitt fyrsta mark í úrvalsdeildinni í sínum fyrsta úrvalsdeildarleik. Gilberto kom til Tottenham frá þýska liðinu Herthu Berlín í  janúar.

44. mín. Luis Boa Morte fær sitt annað gula spjald í leiknum og West Ham verður því einum leikmanni færri það sem eftir er. 

10. mín 2:0 Berbatov aftur á ferðinni með mark eftir aukaspyrnu frá Tom Huddlestone. Berbatov skallaði af krafti úr miðjum vítateig. Nánast endurtekning á fyrra marki búlgarska landsliðsmannsins. 

8. mín 1:0 Dimitar Berbatov skorar með skalla eftir aukaspyrnu. Fyrsta skot Tottenham á markið í leiknum en áður hafði West Ham fengið fín færi. 

Byrjunarlið Tottenham: Paul Robinson - Alan Hutton, Michael Dawson, Jonathan Woodgate, Pascal Chimbonda, Aaron Lennon, Didier Zokora, Tom Huddlestone, Steed Malbranque, Dimitar Berbatov, Robbie Keane. Varamenn: Radek Cerny, Teemu Tainio, Da Silva Gilberto, Kevin-Prince Boateng, Darren Bent.

Byrjunarlið West Ham: Robert Green - Lucas Neill, Anton Ferdinand, Jonathan Spector, George McCartney, Fredrik Ljungberg, Scott Parker, Hayden Mullins, Luis Boa Morte, Dean Ashton, Bobby Zamora. Varamenn: Richard Wright, Carlton Cole, John Pantsil, Nolberto Solano, Mark Noble.

Sunderland - Everton 0:1

Leiknum er lokið með 1:0-sigri Everton. 

55. mín 0:1 Andrew Johnson skoraði af stuttu færi eftir sendingu frá Mikel Arteta.

Fyrri hálfleik er lokið, staðan er 0:0. 

Byrjunarlið Sunderland: Craig Gordon - Phillip Bardsley, Jonathan Evans, Nyron Nosworthy, Danny Collins,  Kieran Richardson, Grant Leadbitter, Dean Whitehead, Anthony Stokes, Daryl Murphy, Kenwyne Jones. Varamenn: Marton Fulop, Paul McShane, Michael Chopra, Andy Reid,  Rade Prica.  

Byrjunarlið Everton: Tim Howard - Tony Hibbert, Phil Jagielka, Joseph Yobo, Joleon Lescott, Mikel Arteta, Phil Neville, Tim Cahill, Steven Pienaar, Andrew Johnson, Ayegbeni Yakubu. Varamenn: Iain Turner,  Leighton Baines,  Thomas Gravesen, Victor Anichebe, Jack Rodwell. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert