Torres skaut Liverpool í 8 liða úrslitin

Frá viðureign Inter og Liverpool á San Síró.
Frá viðureign Inter og Liverpool á San Síró. Reuters

Liverpool lagði Inter, 1:0, og samanlagt, 3:0, í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu en liðin áttust við í seinni leiknum á San Síró í Mílanó í kvöld. Fernando Torres skoraði sigurmarkið á 66. mínútu en Inter-menn voru þá orðnir manni færri eftir að varnarmanninum Nicolas Burdisso var vikið af velli á 51. mínútu.

Þar með verða fjögur ensk lið í pottinum þegar dregið verður til 8 liða úrslitanna á förstudaginn en auk Liverpool eru það Manchester United, Arsenal og Chelsea. Hin fjögur liðin sem eru í 8 liða úrslitunum eru: Barcelona, Roma, Fenerbache og Schalke.

Textalýsing frá leiknum á San Síró er hér að neðan:

8. Jose Reina markvörður Inter gerir vel að verja þrumuskot frá Cruz í horn. Ítalíumeistararnir byrja vel og ætla greinilega að selja sig dýrt.

20 mínútur eru liðnar af leiknum og er staðan, 0:0. Inter menn hafa verið sterkari aðilinn en hafa aðeins náð að ógna marki Liverpool einu sinni.

27. Fernando Torres komst í gott færi eftir mistök í vörn Inter. Torres lék á varnarmann en var kominn í nokkuð þröngt færi þegar hann skaut á markið en César varði skotið örugglega.

29. Julio Cruz skýtur boltanum framhjá marki Liverpool úr upplögðu færi eftir vel útfærða sókn Inter.

Liverpool er að komast meira inn í leikinn og hefur Fernando Torres haldið varnarmönnum Inter við efnið. Spánverjinn hefur með hraða sínum og leikni náð að stríða varnarmönnum Inter.

43. Julio Cruz á lúmska hælspyrnu frá markteigshorni sem Jose Reina markvörður Liverpool sér við.

Norski dómarinn Tom Övrebö hefur flautað til leikhlés á San Síró. Staðan er, 0:0, í frekar tilþrifalitlum leik. Ítalíumeistararnir hafa verið sterkari aðilinn og hafa fengið tvö ágæt færi en Liverpool-liðið hefur varist vel og beitir af til hættulegum skyndiupphlaupum þar sem Fernando Torres hefur verið hættulegur.

Síðari hálfleikurinn er hafinn og strax eftir tveggja mínútna leik er Steven Gerrard fyrirliði Liverpool kominn í svörtu bókina en hann fékk gult spjald fyrir brot á Cambiasso.

51. RAUTT SPJALD. Leikmenn Inter er orðnir einum manni færri. Nicolas Burdisso varnarmaður Inter fær að líta sitt annað gula spjald og þar með vænkast hagur Liverpool til muna.

58. Zlatan Ibrahimovic klúðrar dauðafæri fyrir Inter en Svíinn slapp einn í gegn en skot hans fór framhjá marki Liverpool.

61. Steven Gerrard með góða aukaspyrnu sem César markvörður nær að verja í slá og yfir.

66. MARK. Fernando Torres kemur Liverpool yfir með enn einu markinu og er Spánverjinn þar með að tryggja Liverpool farseðilinn í 8 liða úrslitin.

78. Zlatan Ibrahimovic kemst í gott færi en sænski landsliðsmiðherjinn mokar boltanum yfir markið og staðan því enn, 1:0, Liverpool í vil.

Leiknum er lokið með 1:0 sigri Liverpool.

Inter: Julio César -  Maicon, Burdisson, Rivas Lopez, Chivu - Zanetti, Cambiasso, Stankovic, Vieira - Ibrahimovic, Cruz.

Liverpool: Jose Reina - Jamie Carragher, Martin Skrtel, Sami Hyypia, Fábio Aurélio - Ryan Babel, Javier Mascerano, Steven Gerrard, Lucas Leiva, Dirk Kuyt - Fernando Torres.

Steven Gerrard verður í eldlínunni á San Síró í kvöld.
Steven Gerrard verður í eldlínunni á San Síró í kvöld. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka