Tottenham og Everton töpuðu í vítaspyrnukeppni

Andrew Johnson og Mikel Arteta skoruðu báðir fyrir Everton gegn …
Andrew Johnson og Mikel Arteta skoruðu báðir fyrir Everton gegn Fiorentina. Reuters

Ensku liðin Tottenham og Everton féllu bæði úr leik í 16 liða úrslitum UEFA-keppninnar og það á dramatískan hátt því bæði töpuðum liðin í vítaspyrnukeppni. Tottenham hafði betur gegn PSV, 1:0, en Hollendingarnir höfðu betur í bráðabana, 6:5. Everton lagði Fiorentina, 2:0, en Ítalarnir fögnuðu sigri í vítakeppni, 4:2.

Fylgst var með gangi mála í leikjunum og er hún hér að neðan:

PSV - Tottenham 0:1 (1:1 samanlagt) 

Vítakeppnin:

Simmons - skorar 1:0

Berbatov - skorar 1:1

Lazovic - Robinson ver 1:1

O'Hara - skorar 1:2

Farfan - skorar 2:2

Huddlestone - skorar 2:3

Salcido - skorar 3:3

D.Bent - skorar 3:4

Dzsudzsak - skorar 4:4

Jenas - Gomes ver 4:4

Bráðabani:

Bakkal - skorar 5:4

Zokora - skorar 5:5

Marcellis - skorar 6:5

Chimbonda - skýtur framhjá PSV vinnur vítaspyrnukeppnina, 6:5.

Framlengingunni er lokið. Staðan er 1:0, Tottenham í vil og fram undan er vítaspyrnukeppni. 

119 mín. Gomez markvörður PSV sýnir snilldartilþrif þegar hann ver þrumuskot frá Steede Malbranque.

Búið er að flauta til leikhlés í framlengingunni

93. mín. Darren Bent skaut boltanum rétt framhjá, eftir sendingu frá Berbatov. 

90. mín. Venjulegum leiktíma er lokið. Núna tekur við framlenging í 2 x 15 mínútur. 

81. mín 0:1 Berbatov skorar glæsilegt mark fyrir Tottenham með viðstöðulausu skoti. Ef þetta verða lokatölur leiksins verður framlengt. 

68. mín. Farfán tekur aukaspyrnu rétt utan við vítateiginn fyrir PSV en skotið fór rétt framhjá. 

67. mín. Paul Robinson ver skot frá Afellay sem var einn og óvaldaður.

60. mín. Ledley King fer af velli og Aaron Lennon kemur inná í hans stað. 

57. mín. Berbatov skallar boltann framhjá eftir aukaspyrnu. 

49. mín. Koevermans fær boltann óvaldaður í vítateig Tottenham en skotið frá honum er laust. 

47. mín. Darren Bent fær frábært færi eftir fyrirgjöf frá Keane. Skotið er laust og Gomes ver auðveldlega. 

46. mín. Síðari hálfleikur er byrjaður. Juande Ramos knattspyrnustjóri Tottenham fækkaði í vörninni hjá sér og tók vinstri bakvörðinn Young-Pyo Lee útaf og setti framherjann Darren Bent inná. 

45. mín 0:0. Fyrri hálfleik er lokið.  

43. mín. Ledley King leikmaður Tottenham fær gult spjald fyrir brot. 

38. mín. Jenas fær gult spjald fyrir brot og er hann í leikbanni ef Tottenham kemst áfram.

35. mín. Ledley King skallar að marki eftir hornspyrnu, en boltinn fer rétt framhjá. 

30. mín Staðan er enn markalaus. Leikmenn Tottenham eru meira með boltann en hafa ekki náð að skapa sér nema eitt umtalsvert færi.

17. mín. Malbranque var einn og óvaldaður í vítateignum og þrumaði boltanum yfir mark PSV. Keane var æfur yfir því að fá ekki sendingu frá Frakkanum og lét hann heyra það. Besta færi leiksins fram til þessa.

10. mín. Það hefur fátt markvert gerst í leiknum fram til þessa.  

Byrjunarlið PSV: Gomes - Kromkamp, Marcellis, Salcido, Alcides, Mendez, Simons, Culina, Afellay,  Koevermans, Farfan. Varamenn:Roorda, Zonneveld, Lazovic, Rajkovic, Aissati, Dzsudzsak,  Bakkal.

Byrjunarlið Tottenham: Robinson - Chimbonda, Woodgate, King, Lee,  Jenas, Zokora, Huddlestone, Malbranque, Berbatov,  Keane. Varamenn: Cerny, Tainio, Boateng, Dawson, Bent, O'Hara, Lennon.

Everton - Fiorentina 2:0 (2:2 samanlagt)

Fiorentina hafði betur í vítakeppni, 4:2. 

Framlengingunni er lokið og staðan, 2:0. Vítaspyrnukeppnin er því fram undan á Goodison Park. 

Fyrri hálfleiknum í framlengingunni er lokið og staðan er, 2:0, og samanlagt, 2:2.

90. mín. Venjulegum leiktíma er lokið, staðan er jöfn 2:2, og núna tekur við framlenging í 2 x 15 mínútur. 

67. mín 2:0 Mikel Arteta skorar fyrir Everton og samanlagt er staðan 2:2. Ef þetta verða úrslit leiksins þá verður framlengt.

46. mín. Christian Vieri kemur inná í lið Fiorentina í stað Giampaolo Pazzini. Síðari hálfleikur er byrjaður.

45. mín. Fyrri hálfleik er lokið.

32. mín. Riccardo Montolivo, leikmaður Fiorentina, fær gult spjald fyrir brot á Phil Neville.

29. mín. Dario Dainelli, leikmaður Fiorentina, fær gult spjald fyrir brot á Leon Osman. 

25. mín. Leikmenn Everton sækja meira en áður og Leon Osman á gott skot að marki en Sebastian Frey varði skotið.

15.  mín 1:0 Andy Johnson skorar fyrir Everton sem þarf nú aðeins eitt mark til viðbótar til að leikurinn fari í framlengingu. Steven Pienaar gaf boltann fyrir markið þar sem að Johnson var á réttum stað og skoraði af stuttu færi.

14. mín. Phil Neville  tók innkast fyrir Everton. Fátt annað markvert hefur gerst á Goodison Park.

Byrjunarlið Everton:  Howard - Neville, Yobo, Jagielka, Lescott, Pienaar, Arteta, Carsley, Osman, Johnson, Yakubu. Varamenn: Wessels, Hibbert, Baines, Gravesen, Nuno Valente, Anichebe,  Rodwell.

Byrjunarlið Fiorentina: Frey - Ujfalusi, Dainelli, Gamberini,  Pasqual, Kuzmanovic, Donadelm, Montolivo, Jörgensen, Osvaldo, Vieri. Varamenn: Avramov, Kroldrup, Potenza, Gobbi, Santana, Pazzini, Cacia.
 

Dimitar Berbatov.
Dimitar Berbatov. Reuters
Robbie Keane leikmaður Tottenham.
Robbie Keane leikmaður Tottenham. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert