Arsenal dróst gegn Liverpool

Liverpool mætir Arsenal og fyrri leikur liðanna verður í London.
Liverpool mætir Arsenal og fyrri leikur liðanna verður í London. Reuters

Ensku liðin Arsenal og Liverpool drógust saman í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þetta var fyrsta viðureignin sem kom uppúr skálinni hjá UEFA í drættinum í Sviss. Roma leikur við Manchester United.

Schalke dróst gegn Eiði Smára Guðjohnsen og félögum í Barcelona og Fenerbache mætir Chelsea. Í heild eru 8-liða úrslitin þannig, liðið sem nefnt er á undan spilar fyrst á heimavelli:

Arsenal - Liverpool
Roma - Manchester United
Schalke - Barcelona
Fenerbache - Chelsea

Fyrri leikirnir fara fram 1. og 2. apríl og seinni leikirnir 8. og 9. apríl.

Síðan var dregið til undanúrslitanna sem munu líta þannig út:

Arsenal/Liverpool - Fenerbache/Chelsea
Schalke/Barcelona - Roma/Manchester United

Fyrri leikirnir fara fram 22. og 23. apríl og seinni leikirnir 29. og 30. apríl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert