Ívar vonast eftir góðum úrslitum á Anfield

Ívar Ingimarsson leikmaðurinn sterki hjá Reading.
Ívar Ingimarsson leikmaðurinn sterki hjá Reading. Reuters

Ívar Ingimarsson og félagar hans í liði Reading eiga erfiðan leik fyrir höndum á morgun en þá sækja þeir Liverpool heim á Anfield. Ívar vonast eftir góðum úrslitum en eftir átta tapleiki í röð hefur Reading unnið tvo leiki í röð og er komið úr fallsæti.

„Við mætum á Anfield með gott veganesti eftir tvo sigurleiki í röð. Það er auðvitað alltaf erfitt að mæta Liverpool á Anfield og maður telur það bónus að fá eitthvað út úr slíkum leik. Það er yrði afar jákvætt fyrir okkur að ná hagstæðum úrslitum upp á framhaldið. Það er gott til þess að vita að okkur tókst að leggja Liverpool að velli í fyrri leiknum en þessi leikur verður erfiðari en vonandi skemmtilegur,“ segir Ívar á vef Reading.

Ívar hefur verið með fyrirliðabandið í síðustu leikjum Reading og í báðum hefur það haldið marki sínu hreinu. Ívar verður á sínum stað í vörninni á morgun en Brynjar Björn Gunnarsson er á sjúkralistanum. Hann gekkst undir aðgerð á nára í vikunni og verður ekki með næstu vikurnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert