Manchester United þykir sigurstranglegast af þeim átta liðum sem eftir eru í Meistaradeild Evrópu en næstir á eftir koma Eiður Smári Guðjohnsen og félagar í Barcelona.
Enskir veðbankar telja möguleika sinna manna mesta en ensku liðin fjögur eru í hópi fimm efstu samkvæmt þeirra útreikningum. Líkurnar hjá veðbankanum Ladbrokes líta þannig út:
3/1 Manchester United
4/1 Barcelona
5/1 Chelsea, Arsenal, Liverpool
8/1 Roma
20/1 Fenerbache
28/1 Schalke
Eflaust vonast öll ensku liðin eftir því að fá annaðhvort Tyrkina í Fenerbache eða Þjóðverjana í Schalke sem andstæðinga í átta liða úrslitum keppninnar en dregið verður til þeirra í hádeginu.