Torres hrósar stuðningsmönnum Liverpool

Steven Gerrard fagnar Fernando Torres eftir mark hans á San …
Steven Gerrard fagnar Fernando Torres eftir mark hans á San Síró í vikunni. Reuters

Fernando Torres framherji Liverpool segist afar ánægður hversu vel og fljótt stuðningsmenn Liverpool hafa tekið sér. Torres segir að þetta hafi hjálpað sér til muna að aðlagast lífinu á Englandi en Spánverjinn hefur svo sannarlega staðið fyrir sínu og hefur hrellt hverja vörnina á fætur annarri.

Sumir stuðningsmenn Liverpool höfðu efasemdir þegar stjórnendur Liverpool punguðu út 20 milljónum punda fyrir framherjann síðastliðið en óhætt er að segja að hann hafi reynst liðinu vel. Torres hefur 26 mörk í 35 leikjum með liðinu.

„Mér líður afar vel hjá Liverpool og ég er afar ánægður hversu vel stuðningsmenn félagsins hafa tekið mér. Ég líki þessu við þegar ég var hjá Atletico Madrid en ég hef sérstaklega tekið eftir hversu dyggir stuðningsmenn Liverpool eru í útileikjunum,“ segir hinn 23 ára gamli framherji sem hefur skorað þrennu í tveimur síðustu heimaleikjum Liverpool.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert