Fjórða jafntefli Arsenal í röð

Emmanuel Eboue og George Boateng í baráttunni á Emirates Stadium.
Emmanuel Eboue og George Boateng í baráttunni á Emirates Stadium. Reuters

Arsenal og Middlesbrough skildu jöfn, 1:1, í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Jeremie Aliadiere kom Middlesbrough yfir á 25. mínútu en Kolo Toure jafnaði metin á 84. mínútu. Manchester United og Arsenal hafa bæði 67 stig en United hefur betri markatölu og á auk þess leik til góða. Chelsea er svo í þriðja sætinu með 64 stig.

Textalýsing frá leiknum er hér að neðan:

Emmanuel Adebayor kemur boltanum í netið hjá Middlesbrough en markið dæmt af vegna rangstöðu. Um rangan dóm er að ræða því sendingin til Tógómannsins kom frá mótherja. 

25. MARK Jeremie Aliadiere, gamli Arsenal maðurinn, er búinn að koma Middlesbrough yfir á Emirates Stadium. Eftir snarpa skyndisókn skoraði Aliadiere af stuttu færi eftir góða fyrirgjöf frá Tyrkjanum Tuncay Sanli.

Arsenal hefur haft boltann 60% í leiknum en hefur gengið illa að skapa sér færi. Liðsmenn Boro liggja aftarlega á vellinum og eftir markið hafa þeir sigið ennþá aftar á völlinn.

Búið er að flauta til leikhlés á Emirates og er Middlesbrough 1:0 yfir með marki frá Jeremie Aliadiere.

65. Cesc Fabregas fær mjög gott færi en Mark Schwarzer markvörður Middlesbroughm gerir vel og ver skot hans með fótunum.

Arsenal reynir hvað það getur til að jafna metin gegn Middlesbrough og minnstu munaði að Fabregas tækist það en lúmskur skalli hans sleikti markstöngina.

85. MARK. Varnarjaxlinn Kolo Toure jafnar metin fyrir Arsenal með skallamarki eftir hornspyrnu.

RAUTT SPJALD. Egyptinn Mido er rekinn af velli fyrir hásklegt brot á Gael Clicy. Mido tók hálfgert karatespark í andlitið á Clichy sem varð að fara af leikvelli og er Philippe Senderos kominn inná í hans stað.

Arsenal: Almunia, Sagna, Toure, Gallas, Clichy, Eboue, Fabregas, Flamini Hleb, Adebayor, Van Persie. Varamenn: Lehmann, Senderos, Silva, Bendtner, Walcott

Middlesbrough: Schwarzer, Young, Huth, Wheater, Pogatetz, O'Neil, Shawky, Boateng, Downing, Sanli, Aliadiere
Varamenn: Turnbull, Arca, Mido, Cattermole, Taylor

Robin van Persie er í fyrsta skipti í langan tíma …
Robin van Persie er í fyrsta skipti í langan tíma í byrjunarliði Arsenal. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert