Manchester United á toppinn

Cristiano Ronaldo skorar sigurmark Manchester United á Pride Park í …
Cristiano Ronaldo skorar sigurmark Manchester United á Pride Park í dag. Reuters

Manchester United er komið í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir nauman 1:0 sigur á nýliðum Derby. Cristiano Ronaldo skoraði sigurmarkið stundarfjórðungi fyrir leikslok. Liverpool hélt sigurgöngu sinni áfram en liðið lagði Reading, 2:1, og skoraði Fernando Torres sigurmarkið. Þá hafði Chelsea betur gegn Sunderland, 1:0, með marki frá John Terry.

Manchester United hefur 67 stig, Arsenal er með 66 en liðið tekur á móti Middlesbrough á eftir, Chelsea hefur 64 og Liverpool 59 stig.

Textalýsing frá leikjum dagsins er hér að neðan:

Derby - Manchester United 0:1 (leik lokið)

Manchester United byrjar vel á Pride Park og strax á 3. mínútu kemst Ronaldo í gott færi en skaut framhjá.

Ronaldo er nálægt því að koma meisturunum yfir en skot hans fór í stöngina.

Fyrri hálfleikurinn á Pride Park er hálfnaður og er staðan enn, 0:0. Meistararnir hafa ráðið ferðinni en baráttuglaðir leikmenn Derby hafa varist sóknum þeirra til þessa.

Ben Foster kemur Manchester United til bjargar í tvígang. Fyrst varði hann viðstöðulaust skot frá Kenny Miller og Miller komst andartaki síðar einn á móti Foster sem varði glæsilega í horn. Meistararnir stálheppnir að lenda ekki undir.

Wayne Rooney skýtur boltanum í hliðarnetið úr góðu færi. Derby menn hafa svo sannarlega staðið upp í hárinu á meisturunum og líklega mun Sir Alex taka eina af sínum frægum hárþurkkuræðum í leikhléinu. Altént er Skotinn orður rauður í framan og er greinilega ekki skemmt með stöðuna.

55. Cristiano Ronaldo er nálægt því að koma United yfir. Fyrst varði Roy Carroll, fyrrum markvörður United, aukaspyrnu hans og upp úr hornspyrnunni sem dæmd var varði Carroll skalla Portúgals með naumindum. Kannski þessi atlaga kveiki í ensku meisturunum. 

62. Tvöfölt skipting hjá United. Park og Scholes eru kallaðir af velli og í þeirra stað koma Michael Carrick og Louis Saha.

77. MARK Cristiano Ronaldo hefur loks náð að brjóta ísinn. Ronaldo skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Wayne Rooney. 22. mark Ronaldos í deildinni og 31. markið í öllum keppnum.

Dómaraskipti. Phil Dowde þarf að hætta leik vegna tognunar í læri. Trevor Kettle leysir hann af hólmi.

Roy Carroll ver frábærlega frá Cristiano Ronaldo sem komst einn í gegn eftir sendingu frá Rooney.

Fyrir leik:  

Ben Foster leikur í fyrsta sinn á milli stanganna með aðalliði Manchester United frá því hann gekk í raðir félagsins fyrir þremur árum.

54 stig skilja liðin að. United hefur 64 stig og fer með sigri á toppinn þar sem Arsenal leikur síðar í dag en Derby hefur aðeins 10 stig.

Derby: Roy Carroll, Marc Edworthy, Dean Leacock, Darren Moore, James McEvely, Mile Stjerovski, Roobie Savage, David Jones, Eddie Lewis, Kenny Miller, Robert Earnshaw.

Manchester United: Ben Foster, John O'Shea, Wes Brown, Nemanja Vidic, Patrice Evra - Ji-Sung Park, Paul Scholes, Anderson, Ryan Giggs, Cristiano Ronaldo, Wayne Rooney. Varamenn: Tom Keaton, Owen Hargreaves, Louis Saha, Michael Carrick, Darren Fletcher.

Liverpool - Reading 2:1 (leik lokið)

5. MARK Óvænt staða á Anfield en Marek Matejovskey er búinn að koma Reading yfir með þrumuskoti rétt utan teigs. Stórglæsilegt mark þar sem boltinn hafnaði eftir í markhorninu.

20. MARK Argentínumaðurinn Javier Mascherano er búinn að jafna fyrir Liverpool með þrumuskoti af um 20 metra færi eftir gott einstaklingsframtak. Fyrsta mark Argetínumannsins fyrir Liverpool.

Ryan Babel kemur boltanum í marknet Reading er markið er réttilega dæmt af vegna rangstöðu.

Liverpool hefur haft undirtökin en Ívar Ingimarsson og félagar hans í Reading-liðinu hafa varist vel og sýnt mikla baráttu. Xabi Alonso var nálægt því að koma Liverpool yfir rétt undir lok hálfleiksins en boltinn smaug þverslánna.

MARK 48. Ferando Torres kemur Liverpool yfir með sínu 20. marki í úrvalsdeildinni á tímabilinu og er þar með fyrsti framherji liðsins sem nær því síðan Robbie Fowler var upp á sitt besta. Torres skoraði með skalla eftir aukaspyrnu frá Steven Gerrard.

Liverpool: Jose Reina - Alvaro Arbeloa, Jamie Carragher, Martin Skrtel, Fabio Aurelio, Xabi Alonso, Javier Mascherano, Steven Gerrard, Ruan Babel, Dirk Kuyt, Fernando Torres. Varamenn: Charles Itandje, Sami Hyypia, John Arne Riise, Yossi Benayoun, Peter Crouch.

Reading: Marcus Hahnemann, Liam Rosenior, Andre Bikey, Ívar Ingimarsson, Nicky Shorey, John Oster, James Harper, Marek Matejovskey, Stephen Hunt, Kevin Dolye, Shane Long.

Sunderland - Chelsea 0:1 (leik lokið)

10 MARK. Fyrirliðinn John Terry skorar með skalla eftir hornspyrnu frá Frank Lampard.

Carlo Cudicini sýnir snilldartilþrif í marki Chelsea þegar hann varði þrumufleyg frá Andy Reid sem stefndi eftir upp í markhornið.

78. Carlo Cudicini ver frá Kenwyne Jones úr dauðafæri.

Sunderland: Craig Gordon, Phillip Bardsley, Jonathan Evans, Nyron Nosworthy, Danny Collins, Carlos Edwards, Roy O'Donovan, Dean Whithead, Grant Leadbitter, Andy Reid, Kenwyne Jones.

Chelsea: Carlo Cudicini, Paulo Ferreira, Alex, John Terry, Ashley Cole, John Mikel Obi, Michael Ballack, Frank Lampard, Joe Cole, Salamon Kalou, Didier Drogba. Varamenn: Hilario, Michael Essien, Ricardo Carvahlo, Andriy Shevshenko, Shaun Wright-Phillips.

Portsmouth - Aston Villa 2:0 (leik lokið)

Hermann Hreiðarsson er í byrjunarliði Portsmouth og leikur að þessu í sinni stöðu miðvarðar.

13. MARK Jermain Defoe er sjóðheitur og hann er búinn að koma heimamönnum yfir á Fratton Park.

39. MARK Nigel Reo-Coker varð fyrir því óláni að skora sjálfmark. Markið var afar slysalegt. Scott Carson markvörður Villa var kominn út úr vítateignum þar sem hann hreinsaði frá en ekki vildi betur til að hann skaut boltanum í Reo-Coker og af honum skoppaði boltinn í netið.

Sulley Muntari fær reisupassann í liði Portsmouth þegar fimm mínútur eftir. Hann fær að líta sitt annað gula spjald sem þýðir að hann hefur lokið keppni.

Svíanum Olaf Mellberg er vikið af velli og þar með eru bæði lið með 10 menn inná.

West Ham - Blackburn 2:1 (leik lokið)

West Ham hefur herfilega upp á síðkastið en liðið hefur tapað þremur síðustu leikjum sínum með markatölunni 4:0.

19. MARK Roque Santa Cruz er búinn að koma gestunum frá Blackburn yfir á Upton Park eftir sendingu frá Norðmanninum Morten Gamst Pedersen.

39.MARK Framherjinn Dean Ashton jafnar fyrir Íslendingaliðið eftir langa sendingu frá Robert Green markverði West Ham. Fyrsta mark West Ham staðreynd í fjórum leikjum.

84.MARK Hinn 18 ára gamli Freddie Sears kemur heimamönnum yfir í sínum fyrsta leik fyrir félagið.

John Terry kemur Chelsea yfir með skallamarki gegn Sunderland.
John Terry kemur Chelsea yfir með skallamarki gegn Sunderland. Reuters
Frank Lampard er í byrjunarliði Lampard en hér fagnar hann …
Frank Lampard er í byrjunarliði Lampard en hér fagnar hann einu af fjórum mörkum sínum gegn Derby í vikunni. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert