Birmingham og Newcastle skildu jöfn

Habib Beye og Liam Ridgewell í skallaeinvígi á St.Andrews í …
Habib Beye og Liam Ridgewell í skallaeinvígi á St.Andrews í kvöld. Reuters

Birmingham og Newcastle skildu jöfn, 1:1, í þýðingarmiklum fallslag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Newcastle er þar með enn án sigurs í þrjá mánuði, eða síðan í desember.

James McFadden kom Birmingham yfir á 33. mínútu en Michael Owen jafnaði fyrir Newcastle á 55. mínútu. Bæði lið lyftu sér upp um eitt sæti, Newcastle fór uppfyrir Reading og í 14. sætið með 29 stig og Birmingham fór uppfyrir Sunderland og í 16. sætið með 27 stig.

Fylgst var með leiknum hér á mbl.is: 

Fyrri hálfleikurinn er hálfnaður og staðan er, 0:0. Liðin hafa verið að þreifa fyrir sér og engin hættuleg marktækifæri hafa litið dagsins ljós en heimamenn hafa verið öllu sterkari aðilinn.

33. MARK 1:0. Skoski landsliðsmaðurinn James McFadden kemur Birmingham yfir eftir fyrirgjöf frá David Murphy. Enn syrtir í álinn hjá Kevin Keegan og lærisveinum hans hjá Newcastle.

Howard Webb hefur flautað til leikhlés. Birmingham er 1:0 yfir og verði þetta úrslitin hafa liðin sætaskipti á stigatöflunni.

55. MARK 1:1. Michael Owen jafnar fyrir Newcastle af miklu harðfylgi eftir að skot frá Obafemi Martins var varið.

Byrjunarliðin:

Birmingham:
Maik Taylor - Stephen Kelly, Radhi Jaidi, Liam Ridgewell, David Burphy - Sebastian Larsson, Fabrice Muamba, Damien Johnson, Gary McSheffrey - Mikael Forssell, James McFadden.

Newcastle: Steve Harper - Habib Beye, Abdoulaye Faye, Steven Taylor, Sanchez Jose Enrique - Joey Barton, Geremi, Nicky Butt, Obafemi Martins - Mark Viduka, Michael Owen.

Fyrir leik:

Kevin Keegan knattspyrnustjóri Newcastle hefur enn ekki séð sína menn vinna leik frá því tók við liðinu af Sam Allardyce. Keegan hefur stýrt liðinu í átta leikjum, þar af sjö í úrvalsdeildinni.

Birmingham hefur aðeins náð að vinna einn leik í síðustu 10 leikjum sínum en leikurinn í kvöld er 100. innbyrðisviðureign liðanna í öllum keppnum. Þremur síðustu leikjum liðanna á St.Andrews hefur lyktað með jafntefli.

Mark Viduka fyrir miðju leikur í fremstu víglínu ásamt Michael …
Mark Viduka fyrir miðju leikur í fremstu víglínu ásamt Michael Owen gegn Birmingham í kvöld. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert