Kolo Toure: Getum vel lagt Chelsea að velli

Kolo Toure og Emannuel Adebayor fagna marki þess síðarnefnda.
Kolo Toure og Emannuel Adebayor fagna marki þess síðarnefnda. Reuters

Kolo Toure varnarmaðurinn sterki í liði Arsenal segir að liðið hafi burði og getu til að leggja Chelsea að velli en liðin eigast við í sannköllum toppslag á Stamford Bridge á sunnudaginn en þann sama dag taka Englandsmeistarar Manchester United á móti Liverpool.

„Við erum enn með í titilbaráttunni þrátt fyrir að hafa gert fjögur jafntefli í röð,“ segir Toure sem jafnaði metin fyrir Middlesbrough undir lok leiksins í fyrradag. „Við mætum í leikinn við Chelsea með því hugarfari að vinna og við vitum það að við getum farið og lagt hvaða lið sem er að velli. Það sýndum við í Mílanó. Við þurfum að endurtaka þann leik á Stamford Bridge og þá getum við fagnað sigri,“ segir Toure.

Fjögur ár eru liðin frá því Chelsea tapaði síðast heimaleik í úrvalsdeildinni og það var einmitt Arsenal sem var síðasta liðið til að fara með sigur af hólmi frá Stamford Bridge.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert