Ferguson: Verðum að herða okkur

Wayne Rooney þurfti að skipta um stuttbuxur í leiknum gegn …
Wayne Rooney þurfti að skipta um stuttbuxur í leiknum gegn Derby á laugardaginn. Reuters

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United vill ekkert annað en þrjú stig þegar hans menn taka á móti Bolton á Old Trafford annað kvöld en með sigri í þeim nær United þriggja stiga forskoti á Arsenal þegar átta umferðir eru eftir.

United komst á toppinn með sigrinum á Derby á um síðustu helgi en liðið hefur betri markamun en Arsenal og á leikinn til góða en Ferguson hefur tekið stefnuna á að landa sínum 10. meistaratitli með Manchester United.

Manchester United tapaði 1:0 fyrir Bolton á Reebok í fyrri umferðinni í leik þar sem Ferguson var sendur upp í áhorfendastúku af dómara leiksins fyrir mótmæli.

„Við þurfum að herða okkur, stíga á bensínið og kveikja á vélinni og það verðum við að gera á móti Bolton. Ég vil fá þrjú stig í þeim leik sem yrði gott veganesti í leikinn á móti Liverpool á sunnudaginn,“ segir Ferguson.

„Ég hef sagt að baráttan um titilinn verði mjög jöfn og spennandi í ár og úrslitin gætu jafnvel ráðist í síðustu umferðinni. Ég sagði fyrir nokkrum mánuðum að toppliðin myndu tapa stigum og það hefur komið á daginn. Við, Arsenal og Chelsea höfum öll tapað stigum en ég tel gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að landa þremur stigum á morgun,“ sagði Ferguson.







 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert