Mikill hugur í West Ham

Liðsmenn West Ham fagna einu af mörkum sínum á leiktíðinni.
Liðsmenn West Ham fagna einu af mörkum sínum á leiktíðinni. Reuters

Það er mikill hugur í forráðamönnum enska úrvalsdeildarliðsins West Ham sem eins og flestir vita komst í hendur Íslendinga árið 2006. West Ham siglir lygnan sjó í deildinni, er í 10. sæti á möguleika á að blanda sér í baráttu um Evrópusæti.

Þeir líta á ráðningu á Ítalanum Gianluca Nani í starf yfirmanns knattspyrnumála hjá félaginu frá og með næsta sumri sem mikinn hvalreka og markmið stjórnar West Ham er skýrt. Félagið á að komast í fremstu röð, keppa um titlana á Englandi og láta að sér kveða í Evrópukeppninni.

Það var seint í nóvember árið 2006 sem þeir Eggert Magnússon og Björgólfur Guðmundsson keyptu þetta rótgróna félag í samvinnu við fjárfesta fyrir 11,4 milljarða króna. Það gekk á ýmsu á fyrsta ári Íslendinganna. Skipt var um knattspyrnustjóra. Alan Pardew, sem kom liðinu upp í úrvalsdeildina og fór með liðið í úrslit ensku bikarkeppninnar, var látinn taka poka sinn og í hans stað var ráðinn Alan Curbishley.

Sjá nánar ítarlega umfjöllun um stöðu mála hjá West Ham í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert