Robson til Manchester United

Bryan Robson er aftur á leið til Old Trafford.
Bryan Robson er aftur á leið til Old Trafford. Reuters

Bryan Robson fyrrum fyrirliði Manchester United hefur verið ráðinn í starf hjá félaginu sem svokallaður alheims sendiherra. Robson, sem var látinn taka poka sinn sem knattspyrnustjóri Sheffield United í síðasta mánuði, mun starfa við hlið Sir Bobby Charlton fyrsta árið en Charlton hefur gengt starfinu undanfarin ár.

Robson gekk í raðir Manchester United árið 1981. Hann lék 434 leiki með liðinu og skoraði í þeim 97 mörk. „Ég átti bestu, ánægjulegustu og eftirminnilegustu árin á ferli mínum á Old Trafford og það verður frábært að koma aftur og taka þátt í enn meiri velgengni félagsins,“ segir Bryan Robson.

Robson varð tvívegis Englandsmeistari með Manchester United en hann yfirgaf félagið 1994 þegar hann gerðist leikmaður og knattspyrnustjóri hjá Middlesbrough.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert