Didier Drogba framherji Chelsea og Henk ten Cate aðstoðarknattspyrnustjóri liðsins lentu í harkalegu rifrildi í búningsklefanum eftir leikinn við Tottenham í fyrrakvöld sem endaði 4:4 að því er heimildir breska blaðsins Daily Mirror herma.
Drogba varð æfur út í knattspyrnustjórann Avram Grant en Drogba eins og margir aðrir voru afar hissa á innáskiptingum Ísraelsmannsins. Hann ákvað að taka Joe Cole útaf, sem hafði skorað tvö mörk í leiknum, og setja varnarmanninn Alex inná í staðinn og stilla þar með upp fimm manna vörn á sama tíma og liðið freistaði þess að sigra og komast nær toppliðunum.
Drogba lét í sér heyra á leið til búningsherberja eftir leikinn og það endaði með því að hann og Henk ten Cate lentu í orðaskaki og er þetta í annað sinn sem aðstoðarþjálfarinn lentir upp á kanti við leikmenn liðsins en fyrir skömmu rifust hann og John Terry á æfingu liðsins.