Ferguson: Sýndum mikinn þroska

Markaskorararnir Wes Brown, Cristiano Ronaldo og Nani fagna gegn Liverpool.
Markaskorararnir Wes Brown, Cristiano Ronaldo og Nani fagna gegn Liverpool. Reuters

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, var að vonum ánægður með frammistöðu sinna manna í dag þegar þeir unnu Liverpool 3:0 á Old Trafford.

„Þetta var virkilega góð frammistaða - liðið sýndi mikinn þroska. Við höfum séð liðið taka framförum undanfarin hálft ár og í dag sýndi það allar sínar bestu hliðar," sagði Ferguson við Sky Sports.

Um brottrekstur Javiers Mascheranos á 44. mínútu sagði Ferguson. „Hann var kominn með gult spjald og hélt áfram að nöldra í dómaranum. Það hefur verið rætt mikið um slík mótmæli undanfarið og hann hélt áfram að mótmæla."

Ferguson sagði að titillinn væri langt frá því að vera í höfn þrátt fyrir þennan sigur. „Þetta verður barátta til síðasta leiks því Chelsea og Arsenal spila mjög vel. Við unnum sterkt lið Liverpool sem hefur spilað góðan fótbolta."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert