Cristiano Ronaldo, Portúgalinn snjalli í liði Manchester United, hefur staðið sig best allra leikmanna í ensku úrvalsdeildinni samkvæmt útreikningum Actim, sem heldur utan um frammistöðu allra leikmanna í deildinni og reiknar út einkunnir þeirra fyrir hina ýmsu þætti eftir hvern leik. Hermann Hreiðarsson er í 73. sæti og er eini Íslendingurinn sem kemst á topp 100 manna listann.
Nýr listi var uppfærður í dag og hefur Ronaldo aukið forskot sitt á Emmanuel Adebayor, framherja Arsenal, en þeir hafa skipst á að hafa forystu í tölfræðiþáttunum á tímabilinu.
Ronaldo hefur svo sannarlega farið á kostum í liði Englandsmeistaranna og líklegt má telja að hann verði valinn leikmaður ársins annað árið í röð.
Þessir leikmenn eru í efstu tíu sætunum:
Cristiano Ronaldo, Manchester United 643
Emmanuel Adebayor, Arsenal 580
Fernando Torres, Liverpool 550
Cesc Fabregas, Arsenal 506
Roque Santa Cruz, Blackburn 496
Carlos Tevez, Manchester United 494
Steven Gerrard, Liverpool 484
Ashley Cole, Aston Villa 478
David Bentley, Blackburn 473
Juelon Lescott, Everton 464