Wenger neitar að gefast upp

Arsene Wenger niðurlútur og skildi engan undra því liðið hefur …
Arsene Wenger niðurlútur og skildi engan undra því liðið hefur ekki náð að vinna í síðustu fimm leikjum sínum. Reuters

Arsène Wenger knattspyrnustjóri Arsenal segir á vef félagsins að hann einblíni ekki eingöngu á Meistaradeildina nú þegar lið hans sé fallið niður í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar eftir tapið gegn Chelsea í gær. Wenger segist ekki vera búinn að gefa upp vonina um að hampa Englandsmeistaratitlinum en þegar sjö umferðir eru eftir er Arsenal í þriðja sætinu, sex stigum á eftir toppliði Manchester United.

„Við viljum gera góða hluti í úrvalsdeildinni og erum því ekki farnir að einblína bara á Meistaradeildina. Við verðum að snúa bökum saman og komast á sigurbraut en okkur hefur ekki tekist að vinna í síðustu fimm leikjum,“ segir Wenger en hans menn mæta Liverpool í fyrri leiknum í 8 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í næstu viku en áður sækja þeir Bolton heim í deildinni á laugardaginn kemur.

Wenger segir auðveldast fyrir liðið að komast á sigurbrautina sé að hætta að gefa ódýr mörk. „Mörkin sem við höfum fengið á okkur í síðustu leikjum hafa verið af ódýrari gerðinni og þetta verðum við bæta. Við verðum að vera þéttari fyrir,“ segir Wenger.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert