Allir hrósa Capello

Fabio Capello
Fabio Capello Reuters

Mikil ánægja virðist vera með störf Fabio Capello þjálfara enska landsliðsins og leikmenn keppast við að hrósa honum. Þannig segir Wayne Rooney, leikmaður Manchester United, til dæmis að hann sé frábær.

„Hann er frábær. Hann er með ákveðnar skoðanir og mikinn sigurvilja. Ef maður gerir einhverjar æfingar ekki alveg rétt þá leiðréttir hann það og ræðir málin við viðkomandi og hjálpar mönnum þannig að bæta sig,“ segir Ronney um nýja landsliðsþjálfarann.

David Beckham, sem leikur sinn 100. landsleik í kvöld, hefur einnig borið lof á Capello og Frakkinn Lilian Thuram, leikmaður Barcelona, telur að hann sé nákvæmlega rétti maðurinn til að koma Englendingum á ný í helstu mótin.

„Ég er viss um að Englendingar komast aftur í hóp þeirra bestu með Campello við stjórnvölin. Hann er fæddur sigurvegari og hefur tekið að sér mikið verkefni sem hann mun leysa vel af hendi,“ segir Thuram sem lék undir stjórn Capello þegar hann var hjá Juventus.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert