Mascherano ákærður

Javier Mascherano fær að líta rauða spjaldið hjá Steve Bennett …
Javier Mascherano fær að líta rauða spjaldið hjá Steve Bennett í leik Manchester United og Liverpool á sunnudaginn. Reuters

Argentínumaðurinn Javier Mascherano í liði Liverpool hefur verið ákærður af aganefnd enska knattspyrnusambandsins fyrir ósæmilega hegðun í leik Manchester United og Liverpool sem fram fór á Old Trafford á sunnudaginn. Mascherano var rekinn af velli í fyrri hálfleik og í kjölfarið brást hann illur við og gekk erfiðlega að koma honum útaf vellinum.

Í yfirlýsingu frá enska knattspyrnusambandinu segir meðal annars; „Kæran tengist viðbrögðum leikmannsins við dómarann Steve Bennett eftir að vera rekinn af velli í leiknum á móti Manchester United.“

Mascherano hefur frest til klukkan 18 á morgun til að svara ákærunni en aganefndin mun úrskurða í málinu föstudaginn 4. apríl. Argentínumaðurinn tekur sjálfkrafa út eins leiks bann sem hann gerir gegn Everton á sunnudaginn en hann gæti fengið fleiri leiki í bann og eins og fjársekt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert