Capello nokkuð sáttur þrátt fyrir tapið

Fabio Capello ræðir við David Beckham á Stade de France.
Fabio Capello ræðir við David Beckham á Stade de France. Reuters

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendinga, var bara nokkuð sáttur með leik enska liðsins þrátt fyrir að það tapaði 1:0 fyrir Frökkum í París í gærkvöldi.

„Við mættum hérna alvöru andstæðingi. Frakkar eru með lið í fremstu röð og að mínu mati stóðum við okkur vel og liðið gaf því franska lítið eftir. Allir lögðu sig virkilega vel fram og ég er bara nokkuð sáttur,“ sagði Capello eftir leikinn.

Hann var sérstaklega ánægður með fyrri hálfleikinn. „Því miður fengum við á okkur þessa vítaspyrnu sem gerði gæfumuninn. en ég er þokkalega sáttur og sé framfarir hjá liðinu. En starfið er rétt að byrja og ég þarf að sjá alla leikmenn spila, sérstaklega í svona alvöru leikjum eins og þessum,“ sagði þjálfarinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert