Alex Ferguson: Scholes mun leika lykilhlutverk á næstu vikum

Paul Scholes og Javier Mascherano í baráttunni á Old Trafford …
Paul Scholes og Javier Mascherano í baráttunni á Old Trafford um síðustu helgi. Reuters

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United segir að Paul Scholes sé búinn að ná fyrri styrk og hann komi til með að leika lykilhlutverk í baráttu liðsins um titlana tvo sem liðið hefur sett stefnuna á vinna í vor.

Scholes var lengi frá vegna hnémeiðsla en hann hefur hægt og bítandi verið að komast í leikform og Ferguson segir að með frammistöðu sinni gegn Liverpool um síðustu helgi hafi Scholes sýnt að hann er að komast í sitt rétta form og það á réttum tíma.

„Síðasta sunnudag í sigrinum á Liverpool merkti ég mikið sjálfstraust í liðinu en það sem gladdi mig mest var að sjá til Paul Scholes. Eftir að hafa verið frá í þrjá og hálfan mánuð tók það tíma fyrir hann að komast í sitt rétta Paul Scholes form. Mér fannast hann bera höfuð og herðar yfir aðra leikmenn á vellinum í þessum leik og með hann í þessum ham á næstu vikum mun að reynast okkur afar mikilvægur,“ sagði Ferguson á vikulegum fréttamannafundi á Old Trafford í dag.

Englandsmeistararnir taka á móti Aston Villa á Old Trafford á morgun og þar sem Scholes gat haft hægt um sig í vikunni á meðan margir samherjar hans tóku þátt í landsleikjum mun hann án efa verða í slagnum á miðjunni gegn Villa-mönnum.




 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert