Stephane Henchoz, sem lék í vörn Liverpool, fyrir nokkrum árum segir að félagið treysti of mikið á Steven Gerrard og Fernando Torres. Hann segir að ef þessir tveir leiki ekki vel þá sé erfitt að sjá hver eigi að sjá um hlutina hjá félaginu.
Hinn 33 ára gamli Henchoz var með Liverpool til ársins 2004 en var einn sá fyrsti sem fór eftir að Benítez tók við félaginu. Hann leikur nú með Blackburn. „Ef Gerrard og Torres eru ekki upp á sitt besta er erfitt að sjá einhverja aðra skora fyrir félagið,“ segir hann en þeir félagar hafa gert 30 af 55 deildarmörkum Liverpool í vetur.
„Ef Liverpool ætlar sér að vera meðal þeirra bestu verður félagið að kaupa tvo eða þrjá mjög góða leikmenn. Það hefur líka kostað félagið nokkur stig að hringla svona í byrjunarliðinu milli leikja. Félagði gerði mörg jafntefli í leikjum þar sem það hefði líklegast unnið ef bestu ellefu leikmönnunum hefði verið stillt upp,“ segir Henchoz.