Wenger: Man ekki eftir betri endurkomu hjá okkur

Robin Van Persie jafnar metin fyrir Arsenal. Grétar Rafn fylgist …
Robin Van Persie jafnar metin fyrir Arsenal. Grétar Rafn fylgist spenntur með vítaspyrnu Hollendingsins. Reuters

Arsene Wenger  knattspyrnustjóri Arsenal hrósaði sínum mönnum í hástert eftir sigurinn ótrúlega á Bolton í dag. Wenger sagði eftir leikinn að þetta væri besta endurkoma liðsins undir sinni stjórn en Arsenal var tveimur mörkum undir í hálfleik og missti mann af velli eftir hálftímaleik.

„Ég man ekki eftir betri endurkomu en þessari hjá okkur. Að vera 2:0 undir, með tíu menn inná og vinna 3:2 á síðasta hálftíma leiksins var frábært hjá liðinu. Ég er stoltur af frammistöðu liðsins því við urðum við áfalli með tapinu gegn Chelsea um síðustu helgi. Það gekk lítið upp hjá okkur í fyrri hálfleik en síðasta hálftímann fengum við hvert færið á eftir öðru og fyrsta markið kveikti svo sannarlega í okkur. Við vorum heppnir í sigurmarkinu en við gerðum svo sannarlega allt til að vinna og tókst það,“ sagði Wenger.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert