Meiðsli í herbúðum United

Alex Ferguson hefur áhyggjur vegna meiðsla í herbúðum sinna manna.
Alex Ferguson hefur áhyggjur vegna meiðsla í herbúðum sinna manna. Reuters

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United er áhyggjufullur en fjórir leikmanna United meiddust í leiknum gegn Aston Villa í gær og ríkir óvissa um þátttöku þeirra í leiknum við Roma í Meistaradeildinni sem fram fer á Ítalíu á þriðjudaginn.

Rio Ferdinand, Michael Carrick og Patrice Evra fóru allir útaf um miðjan síðari hálfleikinn á sama tíma en þeir báðu um skiptingu vegna meiðsla. Undir lokin þurfti svo Ryan Giggs að hætta leik þegar hann fann fyrir meiðslum.

„Völlurinn var orðinn þungur eftir mikla rigningu og þeir fundu allir fyrir tognunum og því ekki um annað ræða að taka þá útaf. Vonandi verða þeir búnir að ná sér í tæka tíð fyrir leikinn við Roma,“ sagði Alex Ferguson.

Þá er markvörðurinn Edwin van der Sar tæpur en nárameiðsli eru að angra Hollendinginn og gat hann ekki varið mark liðsins í gær.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert