Torres tryggði Liverpool sigur á Everton

Fernando Torres skorar sigurmarkið gegn Everton á Anfield í dag.
Fernando Torres skorar sigurmarkið gegn Everton á Anfield í dag. Reuters

Liverpool lagði granna sína í Everton, 1:0, í ensku úrvalsdeildinni en liðin áttust við á Anfield. Það var spænski landsliðsmiðherjinn Fernando Torres sem skoraði sigurmarkið og með sigrinum náði Liverpool fimm stiga forskoti á Everton í baráttu liðanna um fjórða sætið í deildinni.

Liverpool hefur 62 stig í fjórða sætinu, er átta stigum á eftir Arsenal sem er í þriðja sætinu en nú taka við þrír leikir Liverpool og Arsenal í röð, tveir í Meistaradeildinni og deildarleikurinn þar á milli.

Textalýsing frá leiknum er hér að neðan:

7. MARK. Fernando Torres kemur Liverpool yfir með föstu skoti eftir mistök í vörn Everton. Torres er þar með búinn að skora 21 mark í deildinni en Cristiano Ronaldo er markahæstur með 26.

Hálftími er liðinn af grannaslagnum á Anfield og hafa heimamenn góð tök á leiknum. Everton hefur ekki náð að ógna marki Liverpool að neinu ráði og Liverpool hefur verið nær því að bæta við marki.

39. Steven Gerrard er hársbreidd frá því að skora en viðstöðulaust skot hans utan teigs smellur í stönginni.

Búið er að flauta til leikhlés og er Liverpool 1:0 yfir og mega liðsmenn Everton teljast heppnir að vera ekki meira undir.

Everton hefur byrjað síðari hálfleikinn vel og greinilegt aer ð David Moyes knattspyrnustjóri liðsins hefur lesið hressilega yfir hausamótunum á sínum mönnum í leikhléinu.

15 mínútur eru eftir af leiknum og er Liverpool enn 1:0 yfir. Eftir ágæta byrjun í seinni hálfleik hefur dregið af liðsmönnum Everton og Liverpool hefur á ný náð undirtökunum.

Liverpool: Reina, Carragher, Hyypia, Skrtel, Riise, Lucas, Gerrard, Alonso, Babel, Torres, Kuyt. Varamenn: Itandje, Finnan, Benayoun, Crouch, Pennant.

Everton: Howard, Hibbert, Yobo, Jagielka, Lescott, Arteta, Neville, Carsley, Pienaar, Osman, Yakubu. Varamenn: Wessels, Baines, Gravesen, Nuno Valente, Fernandes.

Steven Gerrard og Fernando Torres eru í liði Liverpool
Steven Gerrard og Fernando Torres eru í liði Liverpool Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert