Flamini vill halda kyrru fyrir hjá Arsenal

Mathieu Flamini og Cesc Fabregas, lykilmenn í liði Arsenal.
Mathieu Flamini og Cesc Fabregas, lykilmenn í liði Arsenal. Reuters

Mathieu Flamini, franski miðjumaðurinn í liði Arsenal, vill halda kyrru fyrir hjá Lundúnaliðinu en undanfarnar vikur hefur hann sterklega verið orðaður við ítalska liðið Juventus.

Núgildandi samningur Flamini við Arsenal rennur út í sumar og hafa félög á borð við Juventus og AC Milan sýnt mikinn áhuga á að fá leikmanninn í sínar raðir og skal enga undra endur hefur Frakkinn leikið afar vel með Arsenal á leiktíðinni.

„Ég er í viðræðum við Arsenal og vonandi verð ég áfram hjá liðinu. Það er minn vilji,“ segir Flamini í viðtali við breska blaðið Daily Mirror í dag.

Flamini, sem er 24 ára gamall, kom Arsenal frá franska liðinu Marseille fyrir fjórum árum. Hann átti ekki fast sæti í liði Arsenal á síðustu leiktíð og reiknað var með því að hann færi frá liðinu síðastliðið sumar en Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, náði að tala landa sinn til og á leiktíðinni hefur hann verið einn af lykilmönnum félagsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert