Man. Utd vann 2:0 í Róm

Cristiano Ronaldo hjá Man. Utd og Daniele De Rossi hjá …
Cristiano Ronaldo hjá Man. Utd og Daniele De Rossi hjá Roma í skallabaráttu í leiknum í Róm. Reuters

Manchester United stendur mjög vel að vígi eftir sigur á Roma, 2:0, í fyrri viðureign liðanna  í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Ólympíuleikvanginum í Róm í kvöld.

Cristiano Ronaldo skoraði fyrra markið á 39. mínútu og Wayne Rooney það síðara á 67. mínútu.

Manchester United varð fyrir áfalli eftir hálftíma leik þegar miðvörðurinn Nemanja Vidic meiddist og þurfti að fara af velli. John O'Shea kom í hans stað og fór í stöðu hægri bakvarðar en Wes Brown í stöðu miðvarðar.

Á 39. mínútu náði Manchester United forystunni. Paul Scholes fékk boltann hægra megin í vítateig Roma og lyfti honum fyrir markið. Þar kom Cristiano Ronaldo á mikilli ferð og skoraði með hörkuskalla niður í markhornið vinstra megin.

Manchester United komst í 2:0 á 67. mínútu. Park Ji-sung náði að skalla boltann fyrir mark Roma frá vinstri, Doni markvörður kastaði sér en náði ekki að halda boltanum og Wayne Rooney sendi hann í netið úr markteignum.

Engu munaði að Ronaldo skoraði þriðja markið aðeins mínútu síðar. Hann átti þá hörkuskot frá vítateig og Doni náði naumlega að slá boltann í stöngina og afturfyrir endamörk.

Roma: Doni, Cassetti, Mexes, Panucci, Tonetto, De Rossi, Aquilani, Taddei, Pizarro, Mancini, Vucinic.
Varamenn: Curci, Cicinho, Giuly, Antunes, Esposito, Ferrari, Brighi.
Man Utd: Van der Sar, Brown, Ferdinand, Vidic, Evra, Carrick, Scholes, Anderson, Ronaldo, Park, Rooney.
Varamenn: Kuszczak, Hargreaves, Giggs, Pique, O'Shea, Silvestre, Tévez.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert