Ferguson og Queiroz ákærðir

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United og aðstoðarmaður hans, Carlos …
Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United og aðstoðarmaður hans, Carlos Queiroz. Reuters

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United og aðstoðarmaður hans, Carlos Queiroz, hafa verið ákærðir af enska knattspyrnusambandinu fyrir ósæmandi hegðun eftir leik United og Portsmouth í ensku bikarkeppninni þar sem Hermann Hreiðarsson og félagar hans í Portsmouth fögnuðu sigri.

Kærurnar á Ferguson og Queiroz eru byggðar á ummælum þeirra um dómarann Martin Atkinson í fjölmiðlum eftir leikinn og þá lét Ferguson yfirmann dómaramála á Englandi, Keith Hackett, fá það óþvegið.

Ferguson og Queiroz hafa frest til 17. þessa mánaðar til að bera mfram málsvörn í málinu en þeir eiga yfir höfði sér leikbann og sektir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert