Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United og aðstoðarmaður hans, Carlos Queiroz, hafa verið ákærðir af enska knattspyrnusambandinu fyrir ósæmandi hegðun eftir leik United og Portsmouth í ensku bikarkeppninni þar sem Hermann Hreiðarsson og félagar hans í Portsmouth fögnuðu sigri.
Kærurnar á Ferguson og Queiroz eru byggðar á ummælum þeirra um dómarann Martin Atkinson í fjölmiðlum eftir leikinn og þá lét Ferguson yfirmann dómaramála á Englandi, Keith Hackett, fá það óþvegið.
Ferguson og Queiroz hafa frest til 17. þessa mánaðar til að bera mfram málsvörn í málinu en þeir eiga yfir höfði sér leikbann og sektir.