Vongóður um Hermann

Hermann Hreiðarsson.
Hermann Hreiðarsson. mbl.is/Golli

Harry Redknapp, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Portsmouth, sagði í gær að hann gerði sér góðar vonir um að Hermann Hreiðarsson, íslenski landsliðsmaðurinn, yrði leikfær á laugardaginn. Þá leikur Portsmouth sinn stærsta leik um áraraðir þegar liðið mætir WBA í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar á Wembley-leikvanginum í London.

Hermann fékk spark aftan í hásin í leik Portsmouth gegn Wigan um síðustu helgi og sauma þurfti fjögur spor til að loka skurði sem þar opnaðist.

Redknapp hefur einnig áhyggjur af tveimur öðrum leikmönnum liðsins, David James markverði og kantmanninum John Utaka. „James hefur verið lasinn en við vonumst til þess að hann hristi það af sér. Utaka er stífur aftan í læri og Hermann þurfti að láta sauma í hásin eftir að hafa fengið spark en við vonumst til þess að þeir verði allir tilbúnir í leikinn á laugardaginn,“ sagði Redknapp við Sky Sports í gær.

Jermain Defoe getur ekki leikið með Portsmouth í þessum mikilvæga leik því hann hafði spilað með Tottenham í bikarkeppninni áður en hann kom til félagsins. Defoe hefur skorað átta mörk í síðustu sjö leikjum Portsmouth í úrvalsdeildinni og því munar talsverðu fyrir Hermann og félaga að vera án hans.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert