Vidic frá keppni í 2-3 vikur

Nemanja Vidic varnarmaðurinn öflugi í liði Manchester United.
Nemanja Vidic varnarmaðurinn öflugi í liði Manchester United. Reuters

Hnémeiðsli serbneska varnarmannsins Nemanja Vidic í liði Manchester United reyndust ekki alvarleg og að því er fram kemur á vef félagsins verður Vidic frá keppni í 2-3 vikur.

Vidic fór útaf vegna hnémeiðsla á 31. mínútu í leiknum gegn Roma í Meistaradeildinni í fyrrakvöld og óttuðust United-menn að meiðslin væru það alvarleg að hann spilaði ekki meira á tímabilinu.

Vidic fór í myndatöku í gær og aftur í dag og þær sýndu að engin alvarlegur skaði varð í hnénu eins og menn héldu.

Vidic kemur til með að missa af þremur leikjum Englandsmeistaranna. Gegn Middlesbrough í úrvalsdeildinni á sunnudag, hann verður ekki með í síðari leiknum við Roma á miðvikudag og missir af leiknum á móti Arsenal í úrvalsdeildinni um aðra helgi. Hann ætti að verða klár í slaginn gegn Blackburn þann 19. þessa mánaðar og þar með í undanúrslitum Meistaradeildarinnar komist liðið þangað en þau verða leikin 22.-23. apríl og 29.-30. apríl.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert