Aftur 1:1 hjá Arsenal og Liverpool

Peter Crouch fagnar eftir að hafa komið Liverpool yfir á …
Peter Crouch fagnar eftir að hafa komið Liverpool yfir á Emirates. Reuters

Arsenal og Liverpool skildu jöfn, 1:1, í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Emirates-leikvanginum í London, rétt eins og í leik liðanna á sama stað í Meistaradeild Evrópu síðasta miðvikudag.

Peter Crouch kom Liverpool yfir en Nicklas Bendtner jafnaði fyrir Arsenal. Lið Arsenal varð þarna af tveimur dýrmætum stigum í baráttunni um enska meistaratitilinn og þar stendur liðið nú mjög höllum fæti þrátt fyrir að hafa farið uppfyrir Chelsea á markatölu og í annað sætið.

Manchester United er með 76 stig eftir 32 leiki, Arsenal 71 stig eftir 33 leiki og Chelsea 71 stig eftir 32 leiki. Chelsea sækir Manchester City heim klukkan 14 en á morgun leikur Manchester United við Middlesbrough á útivelli.

Peter Crouch átti hættulegt skot á mark Arsenal strax á 3. mínútu, af 25 metra færi, og Manuel Almunia þurfti að taka á til að verja í horn.

Peter Crouch kom Liverpool yfir á 42. mínútu. José Reina markvörður tók langt útspark, Yossi Benayoun fékk boltann og sendi áfram á Crouch sem lék á William Gallas og skoraði með föstu skoti frá vítateig í markhornið niðri, 0:1.

Nicklas Bendtner jafnaði fyrir Arsenal á 54. mínútu með skalla úr miðjum vítateig eftir aukaspyrnu Cesc Fabregas frá vinstri kanti, 1:1.

Arsenal: Manuel Almunia - Justin Hoyte (Emmanuel Adebayor 57.), William Gallas, Kolo Toure, Armand Traore (Gael Clichy 72.) - Emmanuel Eboue, Gilberto Silva, Francesc Fabregas, Mathieu Flamini (Aliaksandr Hleb 81.) - Theo Walcott, Nicklas Bendtner.

Liverpool: Pepe Reina - Steve Finnan, Jamie Carragher, Martin Skrtel, Alvaro Arbeloa -  Damien Plessis, Jermaine Pennant (Steven Gerrard 66.), Yossi Benayoun (Andriy Voronin 75.), Lucas Leiva, John Arne Riise - Peter Crouch (Fernando Torres 80.)

Rafael Benítez og Arsene Wenger.
Rafael Benítez og Arsene Wenger. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert