Chelsea gefur ekkert eftir í baráttunni við Manchester United um enska meistaratitilinn í knattspyrnu og vann í dag góðan útisigur á Manchester City, 2:0. Staða Bolton og Fulham í fallbaráttunni versnaði enn í dag þegar bæði lið töpuðu í úrvalsdeildinni.
Chelsea er nú komið með 74 stig og á fimm leikjum ólokið en Manchester United er með 76 stig, á 6 leiki eftir og sækir Middlesbrough heim á morgun. Arsenal, sem gerði jafntefli við Liverpool fyrr í dag, 1:1, er með 71 stig í þriðja sætinu og á fimm leiki eftir.
Newcastle, Wigan og Sunderland komust í góða fjarlægð frá fallsvæðinu með sigrum í dag. Í neðstu sætum nú eru Reading með 32 stig, Birmingham 30, Bolton 26, Fulham 24 og Derby er fallið með 11 stig. Staða Bolton og Fulham versnaði því enn með ósigrunum í dag og líklegast virðist að þessi lið fylgi Derby niður í 1. deildina.
Sex leikjum lauk nú laust fyrir klukkan fjögur og þeir gengu þannig fyrir sig:
ASTON VILLA - BOLTON 4:0
Grétar Rafn Steinsson og Heiðar Helguson voru báðir í byrjunarliði Bolton og spiluðu allan leikinn.
Heiðar var áberandi á upphafsmínútunum því fyrsta átti hann skalla rétt yfir mark Villa og lagði svo upp dauðafærif fyrir Danny Guthrie.
En á 9. mínútu náði Villa forystunni þegar Gareth Barry skoraði með skalla, 1:0, eftir fyrirgjöf Ashleys Youngs frá vinstri.
John Carew, framherji Villa, fékk gula spjaldið á 43. mínútu fyrir að brjóta illa á Grétari Rafni. Strax á eftir fékk Heiðar færi þegar hann sneri sér og skaut að marki Villa af 7 metra færi en hátt yfir.
Gabriel Agbonlahor kom Villa í 2:0 á 56. mínútu eftir sendingu frá Barry og Gareth Barry skoraði sitt þriðja mark með hörkuskoti frá vítateig á 60. mínútu, 3:0.
Marlon Harewood skoraði, 4:0, fyrir Villa á 85. mínútu, nýkominn inná sem varamaður, eftir sendingu frá manni leiksins, Gareth Barry.
Lið Villa: Carson, Mellberg, Knight, Laursen, Bouma, Petrov, Barry, Reo-Coker, Young, Carew, Agbonlahor.
Lið Bolton: Al Habsi, Grétar, A.O'Brien, Cahill, J.O'Brien, Taylor, McCann, Guthrie, Diouf, Heiðar, Davies.
BLACKBURN - TOTTENHAM 1:1
Dimitar Berbatov kom Tottenham yfir á 7. mínútu eftir sendingu frá Jermaine Jenas, 0:1. Morten Gamst Pedersen jafnaði fyrir Blackburn, 1:1, á 32. mínútu eftir fyrirgjöf frá David Bentley.
Lið Blackburn: Friedel, Ooijer, Warnock, Nelsen, Samba, Reid, Pedersen, Vogel, Bentley, Roberts, Santa Cruz.
Lið Tottenham: Cerny, Hutton, Woodgate, Dawson, Chimbonda, Lennon, Jenas, Zokora, Malbranque, Keane, Berbatov.
FULHAM - SUNDERLAND 1:3
Danny Collins kom Sunderland yfir á 45. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf frá Daryl Murphy, 0:1. Michael Chopra bætti við marki á 55. mínútu, 0:2, eftir að Kenwyne Jones skallaði boltann til hans.
David Healy svaraði fyrir Fulham, 1:2, á 74. mínútu með stórglæsilegu skoti af 25 m færi eftir sendingu frá Clint Dempsey. Vonir Fulham um jöfnunarmark voru slökktar strax því á 75. mínútu skoraði Kenwyne Jones fyrir Sunderland, 1:3, eftir sendingu frá Murphy.
MANCHESTER CITY - CHELSEA 0:2
Richard Dunne skoraði sjálfsmark strax á 6. mínútu, 0:1, eftir að Nicolas Anelka sendi boltann fyrir mark City. Salomon Kalou skoraði, 0:2, á 53. mínútu eftir sendingu frá Michael Essien.
Lið Man.City: Hart - Onuoha, Dunne, Ball, Corluka, Petrov, Ireland, Elano, Johnson, Gelson, Mwaruwari.
Lið Chelsea: Cudicini - Belletti, Terry, Alex, A.Cole - Wright-Phillips, Lampard, Obi, Essien - Anelka, Kalou.
NEWCASTLE - READING 3:0
Obafemi Martins kom Newcastle yfir á 18. mínútu eftir sendingu frá Nicky Butt. Michael Owen bætti við marki á 43. mínútu, 2:0, eftir sendingu frá Habib Beye.
Mark Viduka skoraði, 3:0, á 58. mínútu og aftur var það Beye sem lagði markið upp.
Ívar Ingimarsson var í liði Reading og spilaði allan leikinn en Brynjar Björn Gunnarsson er enn frá vegna meiðsla.
Lið Newcastle: Harper, Beye, Faye, Enrique, Edgar, Butt, Geremi, Barton, Owen, Viduka, Martins.
Lið Reading: Hahnemann, Rosenoir, Ívar, Bikey, Shorey, Oster, Cisse, Harper, Hunt, Kitson, Doyle.
WIGAN - BIRMINGHAM 2:0
Ryan Taylor kom Wigan yfir á 15. mínútu eftir sendingu frá Antonio Valencia, 1:0.
Damien Johnson hjá Birmingham fékk rauða spjaldið á 36. mínútu fyrir gróft brot á Josip Skoko.
Ryan Taylor var aftur á ferð á 55. mínútu og skoraði af stuttu færi fyrir Wigan, 2:0.
1.deild: NORWICH - BURNLEY 2:0
Jóhannes Karl Guðjónsson var í byrjunarliði Burnley en fór af velli á 69. mínútu.