Ferguson: Gátum tapað og gátum unnið

Það var slydda í Middlesbrough í dag og hér er …
Það var slydda í Middlesbrough í dag og hér er Wayne Rooney á flugi í baráttu við Emanuel Pogatetz, varnarmann heimaliðsins. Reuters

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði að leikurinn gegn Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni í dag hefði getað farið á hvorn veginn sem var. Úrslit voru 2:2 og Gareth Southgate, stjóri Middlesbrough, kvaðst stoltur af sínum mönnum.

„Við gátum hæglega tapað þessum leik, það er engin spurning, því þeir fengu nokkur góð færi. Á köflum var varnarleikur okkar á tæpasta vaði. En við hefðum líka getað knúið fram sigur því við spiluðum stundum mjög góðan fótbolta og meðan staðan var 1:0 leit þetta vel út. Middlesbrough breytti um leikaðferð, fór í 4-4-2 og jafnaði metin, og eftir það var þetta flottur fótboltaleikur," sagði Ferguson við BBC eftir leikinn.

„Mótherjar okkar eru frábært fótboltalið en okkur tókst að hrista rækilega upp í þeim. Frammistaða liðsheildarinnar var frábær, við sáum við flestu hjá þeim og sáum til þess að þeir hikstuðu stóran hluta leiksins. Nú höfum við spilað mjög vel gegn Chelsea, Arsenal, Aston Villa og Manchester United og sýnt hvað í okkur býr. Við erum með ungt og efnilegt lið sem á eftir að þroskast meira," sagði Gareth Southgate.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert