Avram Grant: Lékum betur í Tyrklandi

Michael Ballack, Michael Essien og Didier Drogba fagna sigrinum á …
Michael Ballack, Michael Essien og Didier Drogba fagna sigrinum á Fenerbache í kvöld. Reuters

Avram Grant knattspyrnustjóri Chelsea sagði eftir leikinn við Fenerbache í kvöld að það skipti ekki máli að hafa átt í erfiðleikum með tyrkneska þar sem lið sitt hafði tryggt sér sæti í undanúrslitunum.

„Þegar þú leikur í átta liða úrslitunum skiptir öllu máli að komast í undanúrslitin. Við þurfum að sigra og gerðum það. Í Tyrklandi spiluðum við betur en við gerðum í  kvöld en úrslitin voru það sem skipti máli. Við hófum leikinn vel en náðum ekki að fylgja því eftir og fyrir vikið var svolítil taugaveiklun ríkjandi hjá okkur,“ sagði Grant en hans menn mæta Liverpool í undanúrslitum í þriðja sinn á síðustu fjórum árum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert