Babel og Toure ekki á sama máli

Steven Gerrard faðmar Ryan Babel en Philippe Senderos varnarmaður Arsenal …
Steven Gerrard faðmar Ryan Babel en Philippe Senderos varnarmaður Arsenal er niðurlútur þegar úrslitin eru ráðin. Reuters

Ryan Babel, hetja Liverpool í sigrinum á Arsenal, 4:2, í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld segir að það hafi verið hárrétt hjá sænska dómaranum að dæma vítaspyrnu þegar hann féll í vítateig Arsenal seint í leiknum. Kolo Toure, sem fékk gult spjald fyrir atvikið, er ekki sammála honum.

Aðeins mínútu eftir að Arsenal jafnaði, 2:2, brunaði Babel inní vítateig Arsenal og féll eftir návígi við Toure og Cesc Fabregas. Á sjónvarpsmyndum virtist hann frekar falla vegna þess að Fabregas kippti í hann, heldur en vegna snertingar Toure.

„Að sjálfsögðu tel ég að þetta hafi verið réttur dómur. Ég var rændur frábæru marktækifæri. Ég veit ekki hvort það var Toure eða Cesc sem braut á mér en hann rændi mig færi og þetta var vítaspyrna að mínu mati," sagði Babel við Sky Sports. Hann innsiglaði síðan sigur Liverpool með marki í uppbótartíma.

Toure kvaðst ekki hafa brotið á Babel. „Dómarinn dæmdi á mig en ég reyndi að forðast að snersta Babel. Cesc gæti hafa gripið í hönd hans, en þá hefur það gerst fyrir utan vítateiginn. En svona er fótboltinn, dómarinn dæmdi vítaspyrnu og það er ekkert sem maður getur gert við því," sagði Kolo Toure.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka