Beckham er launahæstur á ný

David Beckham er ekki besti knattspyrnumaður heims en hann fær …
David Beckham er ekki besti knattspyrnumaður heims en hann fær hærri laun en aðrir. Reuters

David Beckham er launahæsti knattspyrnumaður heims á ný þegar tekjur ársins 2007 hafa verið gerðar upp. Hann hirti toppsætið á ný af Ronaldinho í kjölfarið á sölunni til LA Galaxy í Bandaríkjunum, samkvæmt samantekt franska knattspyrnutímaritsins France Football.

Beckham þénaði samtals 24,7 milljónir punda, eða rúmlega 3,5 milljarða íslenskra króna, á árinu 2007 en Ronaldinho fékk "aðeins" 19,2 milljónir punda, rúma 2,7 milljarða króna, í tekjur hjá Barcelona.

Beckham gerði góðan samning við LA Galaxy til fimm ára en fyrir utan hefðbundnar launagreiðslur fær hann prósentur af allri sölu á varningi sem er merktur honum.

Tíu tekjuhæstu, samkvæmt France Football, eru eftirtaldir, upphæðir í pundum:

24,7 David Beckham, LA Galaxy
19,2 Ronaldinho, Barcelona
18,3 Lionel Messi, Barcelona
15,5 Cristiano Ronaldo, Manchester United
13,4 Thierry Henry, Barcelona
11,1 John Terry, Chelsea
11,0 Michael Ballack, Chelsea
10,7 Ronaldo, AC Milan
10,3 Kaká, AC Milan
  9,4 Steven Gerrard, Liverpool

Tekjur Gerrards nema um 1.350 milljónum íslenskra króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert