Man. Utd og Barcelona mætast í undanúrslitum

Carlos Tevez skorar sigurmarkið á Old Trafford í kvöld.
Carlos Tevez skorar sigurmarkið á Old Trafford í kvöld. Reutrs

Manchester United og Barcelona fögnuðu bæði 1:0 sigrum á mótherjum sínum í síðari viðureignunum í átta liða úrslitum Meistaradeildinnar og mætast liðin í undanúrslitum keppninnar. Carlos Tevez skoraði sigurmark Manchester United gegn Roma á Old Trafford og Yaya Toure tryggði Börsungum sigur á Schalke á Nou Camp þar sem Eiður Smári lék síðustu mínútur leiksins.

Textalýsing frá leikjunum er hér að neðan:

Man. Utd - Roma 1:0 (leik lokið) samanlangt, 3:0

Athygli vekur að Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney hefja báðir leik á bekknum hjá United og þá er Mikael Silvestre í byrjunarliðinu í fyrsta sinn síðan í september.

6. Park kemst í ágætt færi en skot hans fer framhjá markinu og rétt á eftir skallar Tevéz framhjá eftir sendingu frá Park. United byrjar því vel á heimavelli sínum.

10. Owen Hargreaves fær dauðafæri þegar kemst einn gegn Doni markverði Roma eftir sendingu frá Giggs en Doni tókst að verja vel í horn.

14. Rómverjar ná sinni fyrstu alvöru sókn. De Rossi komst í þröngt færi sem Van der Sar verði auðveldlega og nokkrum sekúndum síðar átti Mancini þrumuskot utan teigs sem Van der Sar varði vel.

16. Doni markvörður Roma hefur nóg að gera og honum tekst að verja fast skot frá Ryan Giggs eftir snarpa sókn og fína fyrirgjöf frá Hargreaves.

Eric nokkur Cantona, goðsögn í liði Manchester United, er á meðal áhorfenda á Old Trafford.

VÍTI! 28. Roma fær vítaspyrnu þegar Mancini fellur í teignum eftir viðskipti við Wes Brown. Mjög umdeildur dómur en De Rossi framkvæmir spyrnuna en skýtur boltanum himinhátt yfir markið.

Rio Ferdinand er farinn að haltra í liði United og ekki kæmi á óvart þótt honum yrði skipt útaf í hálfleik.

Búið er að flauta til leikhlés á Old Trafford og er staðan, 0:0.

Rio Ferdinand hefur harkað af sér í leikhléinu og kemur til leiks í síðari hálfleik. Engar skiptingar hafa verið gerðar á liðunum.

55. Rómverjar fá tvö ágæt marktækifæri. Fyrst skaut Taddei að markinu en Brown náði að komast fyrir skotið og rétt á eftir varði Van der Sar kollspyrnu frá Pizarro.

MARK! 70. Carlos Tevez kemur Manchester United með glæsilegu skallamarki eftir fyrirgjöf frá Owen Hargreaves.

72. Wayne Rooney og John O'Shea koma inná í liði United fyrir þá Ryan Giggs og Michael Carrick.

80. Gary Neville kemur inná við mikinn fögnuð stuðningsmanna Manchester United. þetta er fyrsti leikur fyrirliðans með aðalliðinu í 13 mánuði. Neville kemur inná fyrir Anderson og tekur við fyrirliðabandinu af Ferdinand sem tók við þegar Giggs fór af velli.

Man Utd: Van der sar - Wes Brown, Rio Ferdinand, Pique, Mikael Silvestre - Ji-Sung Park, Owen Hargreaves, Michael Carrick, Anderson - Ryan Giggs, Carlos Tevés. Varamenn: Kuszczak, Gary Neville, Ronaldo, Wayne Rooney, Paul Scholes, John O'Shea, Welbeck.

Roma: Doni - Panucci, Juan, Mexes, Pizarro, Vucinic, Taddei, De Rossi, Perrotta, Mancini, Cassetti.

Barcelona - Schalke 1:0, samanlagt, 2:0

13. Manuel Neuer markvörður Schalke gerir vel að verja skot frá Xavi úr góðu færi. Börsungar hafa ráðið ferðinni fyrstu mínútur leiksins.

18. Schalke menn eru að hressast og í tvígang á sömu mínútunni munaði minnstu að þeim tækist að skora. Fyrst Jermaine Jones en skot hans fór framhjá og Kevin Kuranyi brenndi af úr algjöru dauðafæri.

MARK! 43. Barcelona er komið í 1:0 og samanlagt, 2:0, með marki frá Yaya Toure.

Hálfleikur á Nou Camp og er Barcelona yfir, 1:0.

Börsungar hefja síðari hálfleikinn af krafti og strax í upphafi síðari hálfleiks og hafa í tvígang ógnað marki Schalke.

Carles Puyol fyrirliði Barcelona fær að líta gula spjaldið sem þýðir að hann er kominn í leikbann og missir af fyrri undanúrslitaleiknum komist Barcelona þangað eins og allt stefnir í og þá á móti Manchester United.

Um átta mínútur eru eftir og situr Eiður Smári sem fastast á bekknum. Börsungar hafa gert tvær breytingar. Giovani kom inná fyrir Bojan og Marguez fyrir Yaya Toure.

90. Eiður Smári kemur inná fyrir Thierry Henry.

Barcelona: Valdés - Zambrotta, Puyol, Thuram, Abidal - Xavi, Iniesta, Toure - Henry, Bojan, Eto'o.

Schalke: Nauer - Westrmann, Kobiashvili, Bordon, Ernst, Jones, Asamoah, Rafinha, Altintop, Krstajic, Kuranyi.

Umdeild. Mancini fellur í teignum eftir viðskipti við Wes Brown. …
Umdeild. Mancini fellur í teignum eftir viðskipti við Wes Brown. Víti var dæmt en De Rossi skaut hátt yfir. Reuters
Mirko Vucinic og Rio Ferdinand takast hér á í fyrri …
Mirko Vucinic og Rio Ferdinand takast hér á í fyrri leiknum í Róm. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert