Chelsea má fá markvörð að láni

Andreas Isaksson gæti farið í markið hjá Chelsea.
Andreas Isaksson gæti farið í markið hjá Chelsea. Reuters

Enska knattspyrnufélagið Chelsea hefur fengið undanþágu til að fá markvörð að láni, vegna þess að bæði Petr Cech og Carlo Cudicini eru frá keppni vegna meiðsla.

Lokað er fyrir félagaskipti til loka keppnistímabilsins en hægt er að fá undanþágur vegna markvarða þegar svona stendur á og Chelsea nýtti sér það.

Talið er að tveir landsliðsmarkverðir af Norðurlöndum séu efstir á óskalistanum hjá Avram Grant, knattspyrnustjóra Chelsea. Það eru Daninn Tomas Sörensen hjá Aston Villa og Svíinn Andreas Isaksson hjá Manchester City, en báðir hafa þeir mátt sætta sig við að vera varamarkverðir í vetur.

Scott Carson hefur varið mark Aston Villa og Joe Hart mark Manchester City, þeim Sörensen og Isaksson til lítillar ánægju, sem og landsliðsþjálfurum Danmerkur og Svíþjóðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert