Flamini úr leik í þrjár vikur

Mathieu Flamini verður ekki með gegn Man. Utd.
Mathieu Flamini verður ekki með gegn Man. Utd. Reuters

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, staðfesti í dag að miðjumaðurinn öflugi Mathieu Flamini yrði frá keppni í þrjár vikur en hann meiddist á ökkla í leiknum við Liverpool í Meistaradeildinni í fyrrakvöld.

Flamini þurfti að fara af velli undir lok fyrri hálfleiks og það var áfall fyrir Arsenal, enda hefur hann verið í lykilhlutverki á miðjunni hjá liðinu í vetur.

„Þetta er mikið áfall en Gilberto er góður og reyndur leikmaður sem kemur inn og hjálpar liðinu að ná áttum á ný," sagði Wenger á vef Arsenal í dag.

Flamini verður fjarri góðu gamni í stórleiknum gegn Manchester United á Old Trafford á sunnudaginn kemur en Arsenal verður að vinna hann til að eiga einhverja von um enska meistaratitilinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert