Portsmouth vann hlutkestið

Nwankwo Kanu skorar sigurmarkið gegn WBA. Hermann Hreiðarsson fylgist spenntur …
Nwankwo Kanu skorar sigurmarkið gegn WBA. Hermann Hreiðarsson fylgist spenntur með þar sem hann liggur í grasinu. Reuters

Portsmouth vann hlutkestið gegn Cardiff um búningana, búningsklefann og staðsetningu stuðningsmannanna í stúkunni fyrir viðureign liðanna í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar sem fram fer á Wembley þann 17. maí.

Portsmouth verður í sínum hefðbundnu bláu búningum eins og þeir voru í gegn WBA í undanúrslitunum en Cardiff, sem ber gælunafnið bláfuglarnir, verður í svörtum búningum, þeim sömu og þeir klæddust í undanúrslitaleiknum við Barnsley.

Hermann Hreiðarsson og félagar munu hafa fataskipti í búningsklefanum að austanverðu þeim sama og þeir notuðu gegn WBA og stuðningsmenn félagsins verða í austurendanum á stúkunni en þeir voru þar líka í leiknum við WBA.

   
     

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert