Sir Alex Ferguson var í dag útnefndur knattspyrnustjóri marsmánaðar í ensku úrvalsdeildinni og Cristiano Ronaldo leikmaður mánaðarsins en lið Manchester United vann alla fimm leiki sína í mars gegn Fulham, Derby, Bolton, Liverpool og Aston Villa.
Ronaldo lét mikið að sér kveða í þessum leikjum en hann skoraði sigurmarkið gegn Derby, bæði mörkin í 2:0 sigri á Bolton, tvö mörk í 3:0 sigri á Liverpool og glæsilegt mark skoraði hann með hælnum á móti Aston Villa.
Þetta er í fjórða sinn sem Portúgalinn frábæri hlítur þesa viðurkenningu en Sir Alex fékk viðurkenninguna í 21. sinn en hann fékk hana fyrst í ágúst 1993.