Botnbaráttan harðnaði til muna í ensku úrvalsdeildinni því bæði Fulham og Bolton fögnuðu sigrum í deildinni í dag og stefnir í æsispennandi baráttu um að forðast fallið en Derby er eitt liða sem er fallið. Leikmenn Aston Villa voru á skoskónum en þeir skoruðu sex mörk á móti Derby.
Fylgst var með gangi mála í leikjunum hér á mbl.is og er textalýsing hér að neðan.
Bolton - West Ham 1:0 (leik lokið)
Grétar Rafn Steinsson er í byrjunarliði Bolton en Heiðar Helguson er ekki í leikmannahópi liðsins. Bolton þarf nauðsynlega á sigri að halda en liðið er fjórum stigum frá öruggu sæti.
4. West Ham þarf að gera breytingu á liði sínu. Anton Ferdinand fer meiddur af velli og John Pantsil kemur inná í hans stað.
7. Jonathan Spector bjargar á línu kollspyrnu frá Kevin Davies.
Heimamenn eru töluvert sterkari aðilinn og eftir 30 mínútna hafa þeir átt 7 marktilraunir á móti einni frá West Ham.
47.MARK! Kevin Davies er búinn að koma Bolton yfir með skoti af stuttu færi eftir hornspyrnu.
55. West Ham er í stórsókn sem endar með því að Robert Green ver frábærlega fast skot frá Dean Ashton.
65. Kevin Nolan kemur boltanum í net West Ham en markið er dæmt af vegna rangstöðu.
Reading - Fulham 0:2 (leik lokið)
Ívar Ingimarsson er í byrjunarliði Reading en Brynjar Björn Gunnarsson er ekki í hópnum enda nýstiginn upp úr meiðslum.
23. MARK. Fyrsta markið í ensku úrvalsdeildinni lítur dagsins ljós á Madejski Stadium þar sem Bandaríkjamaðurinn Brian McBride kemur Fulham yfir.
McBride er óheppinn að skora ekki annað mark sitt en þrumuskot hans smellur í þverslánni.
Fulham veður í færum og óheppnin er svo sannarlega með liðinu en Jimmy Bullard átti skot í þverslánna af um 20 metra færi. Fulham er 1:0 yfir en gæti hæglega verið búið að skora 4-5 mörk.
89. MARK! Norðmaðurinn Erik Nevland er að tryggja Fulham fyrsta útisigurinn í 34 leikjum með því koma sínum mönnum í 2:0.
Birmingham - Everton 1:1 (leik lokið)
41. Cameron Jerome er hársbreidd frá því að skora fyrir Birmingham en góður skalli hans fór í stöngina.
Tim Howard markvörður Everton ver í tvígang meistaralega. Fyrst frá Radhi Jaidi og í kjölfarið frá gamla Everton manninum James McFadden.
81. MARK! Everton skorar gegn gangi leiksins og var varnarmaðurinn Joleon Lescott þar af verki. Everton þarf á sigri að halda í baráttunni um fjórða sætið við Liverpool.
82. MARK! Argentínumaðurinn Mauro Zarate jafnar fyrir Birmingham með glæsilegu skoti úr aukaspyrnu.
Derby - Aston Villa 0:6 (leik lokið)
25. MARK. Ashley Young kemur Aston Villa yfir á Pride Park eftir mistök frá Roy Carroll markverði Derby.
26. MARK. Norðmaðurinn John Carew er búinn að koma Villa í 2:0 með þrumuskoti.
Það stefnir því í 28. leikinn í röð sem Derby tekst ekki að vinna.
36. MARK Búlgarinn Stylian Petrov skorar þriðja mark gestanna og það skrifast á Roy Carroll sem er búinn að eiga skelfilegan fyrri hálfleik. Carroll spyrnti boltanum beint á Petrov sem þakkaði fyrir sig og skorað með bogaskoti yfir markvörðinn.
60. MARK! Hrakfarir Derby halda áfram en Gareth Barry er búinn að koma Aston Villa í 4:0 á Pride Park.
76. MARK! Markaregnið heldur áfram á Pride Park og Gabriel Agbonlahor er búinn að skora fimmta mark Aston Villa.
84.MARK! Staðan er orðin, 6:0, með marki frá Marlon Harewood.
Sunderland - Man City 1:2 (leik lokið)
79.MARK! Brasilíumaðurinn Elano kemur City yfir með marki úr vítaspyrnu sem dæmd var á Nyron Nosworthy fyrir brot á Daniel Sturridge.
83.MARK! Dean Whitehead jafnar metin fyrir heimamenn og er það sanngjarnt miðað við gang leiksins.
86. MARK! Darius Vassell er búinn að koma City yfir en mikið fjör hefur hlaupið í leikinn á Leikvangi ljóssins.
Tottenham - Middlesbrough 1:1 (leik lokið)
27. MARK. Gestirnir verða fyrir því óláni að skora sjálfsmark en eftir skot frá Aaron Lennon fór boltinn í Jonathan Grounds og af honum breytti boltinn um stefnu og í netið fór hann.
70.MARK! Stewart Downing hefur jafnað metin fyrir Middlesbrough en þessi snjalli miðjumaður er markahæsti leikmaður Boro á tímabilinu.