Manchester United sigraði Arsenal, 2:1, og náði þar með sex stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Emmanuel Adebayor kom Arsenal yfir í byrjun síðari hálfleiks, Cristiano Ronaldo jafnaði metin úr vítaspyrnu og Owen Hargreaves tryggði meisturunum sigurinn með glæsimarki beint úr aukaspyrnu.
Manchester United hefur 80 stig í efsta sæti, Chelsea, sem mætir Wigan á morgun, hefur 74, Arsenal 71 og Liverpool er í fjórða sætinu með 66 stig.
Textalýsing frá leiknum er hér að neðan:
6. Fabregas á fyrstu marktilraunina í leiknum en skot hans rétt utan vítateigsins fer yfir United. Arsenal byrjar leikinn betur en mikil varfærni er yfir leik meistaranna.
13. Emmanuel Adebayor kemst í gott færi eftir skyndisókn Arsenal en Rio Ferdinand bjargar á síðustu stundu og kemst í veg fyrir skotið.
15. Park hittir ekki boltann með höfðinu eftir góða fyrirgjöf frá Hargreaves.
15. Fyrsta gula spjaldið fær Wes Brown hægri bakvörður United að líta.
19. Wayne Rooney kemst í ágætt færi eftir langt útspark frá Van der Sar. Skot Rooney er ekki gott og fer framhjá. Gríðarlegur hraði er í leiknum.
23. Wayne Rooney fær úrvalsfæri eftir undirbúning frá Ronaldo en Lehmann gerir vel að verja skot Rooneys í horn. Besta færi leiksins.
35. Adebayor kemst í mjög gott færi eftir sendingu frá Hleb en Van der Sar ver vel.
36. Rooney sleppur einn í gegn með þrjá varnarmenn á hælunum en Lehmann tekst að slæma fæti í boltann og bjarga í horn.
38. Annað gula spjaldið á loft. Robin Van Persie fær það fyrir brot á Wes Brown.
Howard Webb hefur flautað til leikhlés. Staðan 0:0 í mjög hröðum, skemmtilegum og góðum fótboltaleik sem hefur boðið upp á allt sem prýða þarf góðan leik nema mörk.
48. MARK! Emmanuel Adebayor er búinn að koma Arsenal yfir. Eftir fyrirgjöf frá Robin Van Persie fer boltinn af Adebayor og í netið. Svo virðist sem Tógómaðurinn hafi skorað með höndinni en Howard Webb sá ekkert athugavert og dæmdi markið gott og gilt.
Jens Jehmann fær gult spjald fyrir að reyna trufla Ronaldo og Gallas fær líka spjald fyrir að taka boltann með hendinni.
50. Rio Ferdinand næstum því búinn að skora sjálfsmark en Van der Sar kemur félaga sínum til bjargar og ver skotið.
52. MARK Cristiano Ronaldo jafnar, 1:1, með marki úr vítaspyrnu sem dæmd var á William Gallas fyrir að handleika boltann. Ronaldo sýnir mikið öryggi og situr boltann neðst í bláhornið.
54. Anderson og Tevéz koma inná í liði fyrir United í staðinn fyrir Scholes og Park.
58. Michael Carrick fær áminningu fyrir brot á Van Persie.
61. Enski táningurinn Theo Walcott kemur inná í liði Arsenal fyrir Emmanuel Eboe.
62. Enn eitt spjaldið. Adebayor brýtur gróflega á Anderson og fær verðskuldað að líta gula spjaldið.
67. Wes Brown nálægt því að skora sjálfsmark en af honum fer boltinn í átt að markinu en Van de Sar tókst að verja boltann í stöng og út.
70. Enn og aftur tekst Jens Lehmann að verja frá Rooney. Rooney komst í gott færi en sá þýski varði vel þrumuskot hans.
71. MARK! Owen Hargreaves skorar glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu. Allir leikmenn Arsenal héldu að Ronaldo tæki spyrnuna en Hargreaves framkvæmdi spyrnuna og hreyfði Lehmann hvorki legg né lið í markinu.
76. Daninn Nicklas Bendtner kemur inná í liði Arsenal fyrir Robin van Persie.
83. Justin Hoyte kemur inná í liði Arsenal fyrir Kolo Toure sem er algjörlega búinn.
85. Nicklas Bendtner á skalla að markinu en Van der Sar er vel staðsettur og ver örugglega.
86. Manchester United gerir sína þriðju skiptingu. Ryan Giggs kemur inná fyrir Owen Hargreaves.
88. Edwin ver der Sar ver vel kollspyrnu Danans Nicklas Bendtner. Arsenal menn reyna allt sem þeir geta til að jafna metin.
Fyrir leikinn:
Manuel Almunia markvörður er meiddur og getur ekki varið mark Arsenal í dag. Jens Lehmann tekur stöðu Almunia en Þjóðverjinn hefur farið mikinn að undanförnu þar sem hann hefur gagnrýnt bæði Almunia og stjóra sinn, Arsene Wenger.
Mathieu Flamini miðjumaðurinn snjalli er meiddur og er sárt saknað í liði Arsenal og þá tekur Diaby út leikbann.
Nemanja Vidic er á sjúkralistanum í liði United og tekur Spánverjinn ungi Pique stöðu hans.
Manchester United lagði Arsenal, 4:0, á Old Trafford í bikarnum en fyrri leik liðanna í deildinni á Emirates lyktaði með 2:2 jafntefli þar sem William Gallas jafnaði metin á lokamínútunni.
Manchester United þarf 13 stig úr síðustu 5 leikjum sínum til að hampa meistaratitilinum í 17. sinn.
Alex Ferguson og Arsene Wenger hafa mæst 35 sinnum á knattspyrnuvellinum í úrvalsdeildinni. United hefur unnið 12 þessarra leikja en Arsenal 13.
Byrjunarliðin:
Man Utd: Van der Sar, Brown, Ferdinand, Pique, Evra, Ronaldo, Carrick, Hargreaves, Scholes, Park, Rooney.
Varamenn: Kuszczak, Anderson, Giggs, O'Shea, Tevez.
Arsenal: Lehmann, Toure, Gallas, Song Billong, Clichy, Eboue, Fabregas, Silva, Hleb, Van Persie, Adebayor.
Varamenn: Djourou, Fabianski, Bendtner, Justin Hoyte, Walcott.