Benítez lætur óvissuástandið hjá eigendum Liverpool ekki hafa áhrif á sig

Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool.
Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool. Reuters

Liverpool er á góðu skriði þessa dagana og átti ekki í miklum vandræðum með að klára Blackburn Rovers í gær með þremur mörkum gegn einu.

Tónninn í stuðningsmönnum Liverpool var ekki góður fyrr á leiktíðinni, þegar allt gekk á afturfótunum og öll spjót stóðu á Rafael Benítez, stjóra liðsins. Eftir góðan sigur á Arsenal í Meistaradeildinni og fínan árangur að undanförnu í deildinni hefur sá tónn breyst.

Spænska markamaskínan Fernando Torres kom Liverpool svo í 2:0 með góðu skallamarki eftir sendingu frá Steven Gerrard, sjö mínútum fyrir leikslok. Torres var svo skipt af leikvelli fyrir Úkraínumanninn Andrey Voronin, sem þakkaði traustið og skoraði þriðja mark Liverpool á síðustu mínútu leiksins eftir góðan undirbúning frá John Arne Riise, sem einnig hafði komið inn á sem varamaður og það aðeins einni og hálfri mínútu áður en þriðja markið leit dagsins ljós.

Blackburn náði að laga stöðu sína örlítið í uppbótartíma þegar Roque Santa Cruz skoraði með laglegu skoti innan vítateigs framhjá Jose Reina í marki Liverool.

Góð innkoma hjá Benayoun

Torres kominn með 30 mörk

„Ég held að allir hafi gert ráð fyrir því að Torres myndi skora fimmtán til tuttugu mörk á leiktíðinni. En nú er hann kominn með 30 mörk. Það er frábært fyrir hann og fyrir klúbbinn.

Við höfum haft góða trú á því að klára deildina í Meistaradeildarsæti. Staða okkar er vænleg núna en við munum gera allt sem við getum til að halda góðum mun í stigatöflunni milli okkar og Everton,“ sagði hinn spænski Rafael Benítez.

Í hnotskurn


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert