Ferguson vill landa titlinum á Stamford Bridge

Alex Ferguson er á góðri leið með að landa sínum …
Alex Ferguson er á góðri leið með að landa sínum 10. meistaratitli. Reuters

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United vill að liðið tryggi sér Englandsmeistaratitilinn á Stamford Bridge þann 26. þessa mánaðar en þá sækir United lið Chelsea heim en Lundúnaliðið er eina liðið sem getur komið í veg fyrir að Manchester-liðið verði meistari annað árið í röð.

United er sex stigum á undan Chelsea, sem á leik til góða gegn Wigan í kvöld. Chelsea sækir svo Everton heim á fimmtudaginn en United mætir Blackburn á útvelli á laugardagin.

„Ef við vinnum okkar tvo næstu leiki gegn Blackburn og Chelsea erum við orðnir meistarar þar sem markatala okkar er það góð. Við stefnum á að ná þessu í hús sem fyrst,“ segir Ferguson á vef félagsins.

Manchester United hefur 9 sinnum orðið Englandsmeistari undir stjórn Fergusons, 1993, 1994, 1996, 1997, 1999, 2000, 2001, 2003 og 2007.

Leikirnir sem liðin tvö eiga eftir eru:

Man Utd:

Blackburn (ú)

Chelsea (ú)

West Ham (h)

Wigan (ú)

Chelsea:

Wigan (h)

Everton (ú)

Man Utd (h)

Newcastle (ú)

Bolton (h)

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert